„Jón Pétur nefnir m.a. að geta hugsað sér að selja húsið sitt ef pólitískur andstæðingur hans, Heiða Björg Hilmisdóttir, verður borgarstjóri,“ bætir Andrés við.
Í færslunni deilir Andrés TikTok-myndbroti úr hlaðvarpinu Ein pæling en þar ræðir Þórarin Hjartarson við Jón Pétur Zimsen, fyrrverandi skólastjóra og nýjan þingmann Sjálfstæðisflokksins.
Í þættinum var farið um víðan völl og ef marka má myndbrotið á TikTok var rætt um myndun nýs meirihluta í Reykjavík en viðræður á milli Samfylkingar, VG, Pírata, Sósíalista og Flokks fólksins standa nú yfir.
„Talaðu ekki ógrátandi um hana,” segir Jón Pétur þegar Þórarin byrjar að tala um hana. Sagði Þórarinn að það væri óskiljanlegt að hún væri komin í þá stöðu að mynda meirihluta í borginni sem hann býr í. „Ég held að ég setji húsið á sölu ef hún verður borgarstjóri,” sagði Jón Pétur í kjölfarið.
Myndbrotið má sjá hér að neðan:
@ein.paeling Jón Pétur Zimsen – Heiða Björg Hilminsdóttir #einpæling #stjórnmál #podcast #hlaðvarp #Alþingi ♬ original sound – Ein Pæling