fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Fréttir

Auglýsing Hermanns eftir starfsmönnum vakti hörð viðbrögð: „Hvaða afskiptasemi og dómharka er hér í gangi?“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 19. febrúar 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru mjög skiptar skoðanir um atvinnuauglýsingu sem birtist í hinum fjölmenna Facebook-hópi Vinna með litlum fyrirvara í gærkvöldi.

Þar auglýsti ungur maður, Hermann að nafni, eftir liðsmönnum til starfa hjá ónefndu fiskvinnslufyrirtæki á Suðurnesjum. Í auglýsingunni voru ýmsar hæfniskröfur tíundaðar; góð kunnátta í ensku og ökuskírteini svo eitthvað sé nefnt.

Í lokin var þó sérstaklega tekið fram að einstaklingar frá Austur-Evrópu eða innflytjendur frá Mið-Austurlöndum væru ekki velkomnir. „No Eastern European and Middle Eastern Immigrants,“ stóð skýrum stöfum.

Ekki voru allir sáttir við að áhugasömum einstaklingum væri mismunað með þessum hætti. Spurði ein hvort ekki væri ólöglegt að mismuna fólki vegna þjóðernis og vísaði til dæmis í lög um jafna meðferð á vinnumarkaði.

„Ertu að grínast,“ spurði annar í athugasemd við auglýsingunni. „Hvaða helvítis kynþáttahatur er hér,“ spurði enn annar .

Svo voru aðrir sem sögðu að mögulega hefði auglýsandinn einfaldlega slæma reynslu af ákveðnum hópi fólks. Honum hljóti að vera frjálst að ráða þann sem hann vill og hafna þeim sem hann vill ekki.

„Hvaða afskiptasemi og dómharka er hér í gangi? Ef maður er með sitt eigið fyrirtæki sem maður er búin að byggja upp með hörðum höndum þá hlýtur maður að ráða hverja maður ræður í vinnu,“ sagði til dæmis einn.

Á vef Alþingis má kynna sér lögin um jafna meðferð á vinnumarkaði og eru þau nokkuð skýr. Þar segir að lögin gildi meðal annars um jafna meðferð einstaklinga á vinnumarkaði óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú og lífsskoðun svo eitthvað sé nefnt. Svo segir í 8. grein laganna:

„Mismunun vegna einhverra þeirra þátta sem um getur í 1. mgr. 1. gr. í auglýsingu um laust starf er óheimil sem og birting slíkrar auglýsingar…“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segir að Úkraína verði að velja á milli að verða bandarísk eða rússnesk nýlenda

Segir að Úkraína verði að velja á milli að verða bandarísk eða rússnesk nýlenda
Fréttir
Í gær

Segir ítrekaða hegðun Wolt-sendla á bílastæði við Fellsmúla valda ótta og óöryggi

Segir ítrekaða hegðun Wolt-sendla á bílastæði við Fellsmúla valda ótta og óöryggi
Fréttir
Í gær

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Baldur telur það aðeins tímaspursmál þar til Trump beini sjónum sínum að Íslandi

Baldur telur það aðeins tímaspursmál þar til Trump beini sjónum sínum að Íslandi