fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Fréttir

Safna undirskriftum fyrir hertum refsingum barnaníðinga – Vilja opna níðingasíðu með myndum

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 19. febrúar 2025 15:30

Barnaníðingar hafa oft sloppið við harðar refsingar á Íslandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega þúsund manns hafa skrifað undir nýlega stofnaðan undirskriftalista til að herða refsingar fyrir barnaníð. Einnig að opnuð verði heimasíða með ljósmyndum til að hægt sé að vara sig á þeim.

Listinn var stofnaður á heimasvæðinu island.is þann 20. janúar síðastliðinn og gildir til 20. mars næstkomandi. Þegar þetta er skrifað hafa 1.134 manns skrifað undir listann.

„Refsingar fyrir barnaníð eru töluvert vægari en réttlátt er, þessi listi er gerður til þess að hvetja yfirvöld til að herða þessar refsingar til muna,“ segir í færslu með listanum. „Einnig er hvatt til þess að upp verði komið síðu þar sem fólk getur séð myndir af dæmdum níðingum ásamt helstu upplýsingum um þá, svo fólk geti betur varið börn gegn þeim og varast það að börn umgangist þá.“

Vægir dómar fyrir kynferðisbrot á Íslandi, ekki síst vægir dómar í barnaníðsmálum hafa oft verið í umræðunni á undanförnum árum og áratugum.

Hvað segja lögin?

Refsingar fyrir nauðgun samkvæmt íslenskum hegningarlögum eru 1 til 16 ára fangelsisdómur og skal það meta það til þyngingar ef þolandi er barn yngra en 18 ára. Kynferðisleg áreitni gagnvart barni varðar fangelsi allt að 6 árum.

Einnig segir að hver sá sem tæli barn yngra en 18 ára til samræðis eða annarra kynferðismaka skuli sæta fangelsi allt að 4 árum. Sem og að hver sá sem með samskiptum á netinu eða með öðrum hætti mælir sér mót við barn yngra en 15 ára í því skyni að hafa við barnið samræði eða önnur kynferðismök, eða til að áreita það kynferðiselga, skuli sæta fangelsi allt að 2 árum.

Þá er sérstök grein sem víkur að barnaklámi þar sem segir að refsingar við framleiðslu, innflutningi, drefingu eða vörslu slíks efnis séu fangelsi allt að 6 árum. Að 2 árum ef um er að ræða fullorðna einstaklinga í hlutverki barns.

4 ár fyrir 8 ára misnotkun afabarns

Þrátt fyrir rúman refsiramma hafa dómar fyrir barnaníð verið mjög vægir á Íslandi. Til að mynda hefur ekki verið óalgengt að sjá skilorðsbundna dóma í kynferðisbrotamálum gegn börnum.

Sjá einnig:

Gengur laus eftir kynferðisbrot gegn barni á jólanótt

Meira að segja þegar kemur að grófustu brotunum hafa dómar verið vægi. Má nefna mál manns, sem braut á fósturafabarni sínu í átta ár. Það er frá því að hún var 3 ára þar til hún varð 11 ára, það er á árunum 2006 til 2014 eða 2015. Brotin voru ítrekuð og alvarleg. Í dómi sem féll árið 2018 var sagt að maðurinn ætti sér engar málsbætur. Engu að síður fékk hann aðeins 4 ára fangelsisdóm. Hafa ber í huga að heimilt er að veita föngum sem framið hafa kynferðisbrot reynslulausn þegar þeir hafa afplánað hálfan dóminn.

Þrýstingur frá almenningi

Þrátt fyrir að dómar fyrir barnaníð á Íslandi séu vissulega vægir þá hafa þeir verið að þyngjast á undanförnum árum. Í umfjöllun Vísis frá árinu 2011, þar sem rætt var við Helga Gunnlaugsson afbrotafræðing og Björgvin Björgvinsson yfirmanni kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, kom fram að óskilorðsbundnum dómum hefði fjölgað. Meðal annars vegna stofnunar kynferðisbrotadeildar og þrýstings frá almenningi, stjórnmálamönnum, grasrótarsamtökum og þolendum á dómstóla.

Einn þyngsti dómurinn

Á meðal þyngri dóma sem fallið hafa á undanförnum árum má nefna dóm yfir níðingnum Brynjari Joensen Creed, sem dæmdur var fyrir nauðganir gegn fjórum ólögráða stúlkum auk þess að beita þá fimmtu ítrekuðu kynferðisofbeldi  og áreitni.

Sjá einnig:

Barnaníðingurinn Þorsteinn sleppur fyrr út

Brynjar hlaut 6 ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness árið 2022 sem var svo þyngdur í 7 ár í Landsrétti ári síðar. Sá dómur var staðfestur í Hæstaréttar fyrir rúmu ári.

En þrátt fyrir að þessi dómur sé þyngri en flestir dómar á Íslandi er hann langt frá því sem tíðkast sums staðar. Má nefna að hinn íslenski barnaníðingur Daníel Gunnarsson hlaut nýlega 24 ára fangelsisdóm fyrir barnaníð í Bandaríkjunum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Var sakaður um barnaníð í skilaboðum til unnustu og nafnlausri færslu á Facebook – „Ég vil að þú vitir hvernig maður þetta er“

Var sakaður um barnaníð í skilaboðum til unnustu og nafnlausri færslu á Facebook – „Ég vil að þú vitir hvernig maður þetta er“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi

Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi
Fréttir
Í gær

Verkföll boðuð í Hafnarfirði og Fjarðabyggð

Verkföll boðuð í Hafnarfirði og Fjarðabyggð
Fréttir
Í gær

Þjófagengi herjaði á heimili íþróttamanna á meðan þeir voru að spila – Kelce og Mahomes á meðal fórnarlamba

Þjófagengi herjaði á heimili íþróttamanna á meðan þeir voru að spila – Kelce og Mahomes á meðal fórnarlamba