Héraðssaksóknari hefur ákært mann, fæddan árið 1967, fyrir brot gegn almennum hegningarlögum og lögreglulögum. Varðar ákæran atvik sem átti sér stað fimmtudaginn 26. október 2023, utandyra við Þverárhlíðarveg í Borgarbyggð.
Ákærði er þar sakaður um að hafa hótað lögreglumanni líkamsmeiðingum með orðunum „Ég ætla að berja þig“ og í kjölfarið ítrekað óhlýðnast fyrirmælum lögreglu um að nálgast ekki tvo lögreglumenn heldur nálgaðist hann þá með ógnandi hætti með kreppta hnefa og sýndi með því hótun í verki.
Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 27. febrúar næstkomandi.