fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Fréttir

Maður á sextugsaldri ógnaði lögreglumönnum – „Ég ætla að berja þig“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 19. febrúar 2025 17:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært mann, fæddan árið 1967, fyrir brot gegn almennum hegningarlögum og lögreglulögum. Varðar ákæran atvik sem átti sér stað fimmtudaginn 26. október 2023, utandyra við Þverárhlíðarveg í Borgarbyggð.

Ákærði er þar sakaður um að hafa hótað lögreglumanni líkamsmeiðingum með orðunum „Ég ætla að berja þig“ og í kjölfarið ítrekað óhlýðnast fyrirmælum lögreglu um að nálgast ekki tvo lögreglumenn heldur nálgaðist hann þá með ógnandi hætti með kreppta hnefa og sýndi með því hótun í verki.

Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 27. febrúar næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Var sakaður um barnaníð í skilaboðum til unnustu og nafnlausri færslu á Facebook – „Ég vil að þú vitir hvernig maður þetta er“

Var sakaður um barnaníð í skilaboðum til unnustu og nafnlausri færslu á Facebook – „Ég vil að þú vitir hvernig maður þetta er“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi

Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi
Fréttir
Í gær

Verkföll boðuð í Hafnarfirði og Fjarðabyggð

Verkföll boðuð í Hafnarfirði og Fjarðabyggð
Fréttir
Í gær

Þjófagengi herjaði á heimili íþróttamanna á meðan þeir voru að spila – Kelce og Mahomes á meðal fórnarlamba

Þjófagengi herjaði á heimili íþróttamanna á meðan þeir voru að spila – Kelce og Mahomes á meðal fórnarlamba