Mjög öflugur hópur 13 þaulreyndra skógarhöggsmanna, sem samanstendur bæði af starfsfólki borgarinnar og verktökum, vinnur nú að því að fella tré samkvæmt forgangsröðun frá Isavia sem barst Reykjavíkurborg síðastliðinn föstudag.
Í færslu á Facebook-síðu Reykjavíkurborgar segir að um leið og forgangsröðunin var orðin skýr var hafist handa við „undirbúning á svæðinu sem nú er ljóst að er í hæsta forgangi til að opna austur-vestur flugbrautina á Reykjavíkurflugvelli á ný.
Þó nokkur vinna er fólgin í því að gera áhættumat fyrir svona umfangsmikla trjáfellingu og útbúa aðstöðu fyrir starfsfólk en það tókst að gera það fljótt og vel.
Verkið hefur gengið mjög vel og reiknað er með að í lok vikunnar verði búið að fella um 200 af þessum ríflega 400 trjám sem eru í hæsta forgangi. Unnið verður um helgina.“