fbpx
Þriðjudagur 18.febrúar 2025
Fréttir

Tenerife-ferð Hjálmars endaði öðruvísi en til stóð – „Öllu þessu fólki á ég líf að gjalda og er óendanlega þakklátur“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 18. febrúar 2025 19:34

Hjálmar Árnason Mynd: Keilir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjálmar Waag Árnason, fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins, er að eigin sögn byrjaður að safna kröftum fyrir næsta ævintýri, eftir að hafa lent í aðgerð á sjúkrahúsi á Tenerife. 

Í færslu á Facebook greinir Hjálmar frá því að hann og eiginkona hans, Valgerður Guðmundsdóttir, hafi varið handboltaviku í Zagreb með góðum vinum. Hafi þau síðan flogið með öðrum vinum til Tenerife og lent þar föstudagskvöldið 24. janúar.

„Margt fer öðruvísi en ætlað er: Ætlunin var að dvelja þarna í sex vikur,“ segir Hjálmar, sem segir að vinkonu hans sem er vanur hjúkrunarfræðingur hafi fundist hann vera „hálgert greppitrýni við lendingu.“

Hafi hún því haft samband við son sinn, sem er vanur læknir.

„Hann taldi eina vitið að koma karli sem fyrst á sjúkrahús. Strax á laugardagsmorgun var hausinn á mér opnaður og tvö gömul heilaæxli fjarlægð.  Í kjölfarið lá ég svo næstu sólarhringa á Tene en fékk svo loksins flug heim á Borgarspítalann. Þvílík dásemd.“

Auk eiginkonunnar voru synir Hjálmars og tengdadóttir hans með honum úti.

„Öllu þessu fólki á ég líf að gjalda og er óendanlega þakklátur.  Eftir svona hremmingar verður maður afskaplega meyr og mjúkur.  Held ég hafi aldrei grátið jafn mikið um ævina. Bara að heyra fallega melódíu eða texta kallar fram táraflóð.  Og allar kveðjurnar og hlýjan frá ykkur, elsku vinir.  Þá skilur maður hvar hin raunverulegu verðmæti liggja,“

Segir Hjálmar sem segir í upphafi færsluna væmna enda hann meyr og fullur af þakklæti.

„Þakka ykkur fyrir að vera til staðar og vera þið.  Er kominn heim á Þorláksgeislann í dásamlega umsjá Valgerðar minnar og er byrjaður að safna kröftum fyrir næstu ævintýri.  Elska ykkur öll.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að Pútín gleðjist yfir taktík Trump

Segir að Pútín gleðjist yfir taktík Trump
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Þrátt fyrir mikið mannfall og refsiaðgerðir styðja Rússar enn stríðsreksturinn

Þrátt fyrir mikið mannfall og refsiaðgerðir styðja Rússar enn stríðsreksturinn
Fréttir
Í gær

Vilja fund með lögreglustjóra vegna fimm ára tafa á kæru ÁTVR – „Hvað í ósköpunum geti skýrt þessa ótrúlegu töf“

Vilja fund með lögreglustjóra vegna fimm ára tafa á kæru ÁTVR – „Hvað í ósköpunum geti skýrt þessa ótrúlegu töf“
Fréttir
Í gær

Fleiri fylgjandi vegtollum en á móti í fyrsta sinn – Framsóknarmenn hrifnastir

Fleiri fylgjandi vegtollum en á móti í fyrsta sinn – Framsóknarmenn hrifnastir