fbpx
Þriðjudagur 18.febrúar 2025
Fréttir

Takmarkanir settar á útlitsbreytandi meðferðir með fylliefnum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. febrúar 2025 13:08

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur staðfest nýja reglugerð sem kveður á um takmarkanir á útlitsbreytandi meðferðum með fylliefnum. Markmiðið er að tryggja öryggi þeirra sem undirgangast meðferð með fylliefnum sem er sprautað eða komið með öðrum hætti fyrir, í eða undir húð, í vöðva eða annan vef.

Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins.

Í tilkynningunni kemur fram að reglugerðin taki einungis til þeirra meðferða sem að framan er getið, en séu slíkar meðferðir ekki gerðar rétt getur það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér.

„Aðrar andlits- og húðmeðferðir sem eru hættuminni, s.s. húðslípun, húðþétting og örnálameðferðir ásamt meðferðum sem framkvæmdar eru með lasertækjum og falla undir reglugerð nr. 171/2021 falla því utan við reglugerðina,“ segir í tilkynningunni.

„Í 4. gr. reglugerðarinnar er skilgreint hverjum sé heimilt að veita umræddar meðferðir og hvaða skilyrði þarf að uppfylla. Þetta eru læknar með sérfræðileyfi í húðlækningum og lýtalækningum. Enn fremur læknar, tannlæknar og hjúkrunarfræðingar, hafi þeir aflað sér fullnægjandi þekkingar og hæfni til að veita meðferðina, greina og bregðast við fylgikvillum, eða hafi í þjónustu sinni þar til bæran lækni sem getur brugðist við í tæka tíð. Aðeins er heimilt að veita þessar meðferðir á starfsstofu heilbrigðisstarfsmanns sem hefur hlotið staðfestingu landlæknis um að reksturinn uppfylli faglegar kröfur.“

Þá kemur fram í tilkynningunni að meðferð megi aldrei veita nema fyrir liggi undirritað samþykki þess sem meðferðina þiggur og skal samþykkið skráð í sjúkraskrá. Þeir sem hyggjast veita meðferðir sem reglugerðin fjallar um skulu tilkynna það til embættis landlæknis eigi síðar en 1. júlí næstkomandi.

Nánar er fjallað um málið á vef Stjórnarráðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Mogginn svarar fyrir sig og sendir Heimi Má pillu: „Næsta víst að hann og Inga Sæ­land munu eiga góða daga sam­an“

Mogginn svarar fyrir sig og sendir Heimi Má pillu: „Næsta víst að hann og Inga Sæ­land munu eiga góða daga sam­an“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Myndband sýnir augnablikið þegar flugvél Delta brotlenti – Ótrúlegt að allir hafi lifað slysið af

Myndband sýnir augnablikið þegar flugvél Delta brotlenti – Ótrúlegt að allir hafi lifað slysið af
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segir vegatolla í raun margra milljarða styrk til Samskipa, Eimskips og rútufyrirtækja – „Fráleitt að allur almenningur sé að styrkja þessa aðila“

Segir vegatolla í raun margra milljarða styrk til Samskipa, Eimskips og rútufyrirtækja – „Fráleitt að allur almenningur sé að styrkja þessa aðila“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kolbrún segir borgina vera leiðtogalausa eftir brotthvarf Dags – Segir að hann eigi meira skilið frá Kristrúnu

Kolbrún segir borgina vera leiðtogalausa eftir brotthvarf Dags – Segir að hann eigi meira skilið frá Kristrúnu
Fréttir
Í gær

Heimir Már ómyrkur í máli: „Eiturpennar á Mogganum án alls siðgæðis“

Heimir Már ómyrkur í máli: „Eiturpennar á Mogganum án alls siðgæðis“
Fréttir
Í gær

Segir kaþólsku kirkjuna skapa fordæmi fyrir trúlausa Íslendinga

Segir kaþólsku kirkjuna skapa fordæmi fyrir trúlausa Íslendinga
Fréttir
Í gær

Anders Fogh leggur til stofnun evrópsks Úkraínu-hers

Anders Fogh leggur til stofnun evrópsks Úkraínu-hers
Fréttir
Í gær

Ósátt við að ekki hafi verið fundað um málið – „Þetta er grafalvarlegt“

Ósátt við að ekki hafi verið fundað um málið – „Þetta er grafalvarlegt“