Guðfinnur Óskarsson, maður fæddur árið 1981, var í morgun sakfelldur fyrir nauðganir og stórfellt brot í nánu sambandi.
Brotum Guðfinns gegn íslenskri konu er lýst í ákæru héraðssaksóknara, en um tvö tilvik er að ræða. Fyrra atvikið gerðist sumarið 2017. Guðfinnur og konan höfðu þá byrjað samfarir með vilja beggja er hann fór skyndilega að sýna henni hrottaskap, reif í hár hennar, sló hana í andlit og búk með flötum lófa og hélt henni fastri; þvingaði hana til að hafa við sig munnmök og sló hana síðan ítrekað með krepptum hnefa í andlit og búk og hafði við hana samræði. Er hann sagður hafa skeytt því engu að konan bæði hann endurtekið um að hætta. Hún er sögð hafa hlotið mar við vinstri og hægri kinn og við vinstra og hægra auga.
Síðara atvikið sem tilgreint er í ákærunni átti sér stað í ágústmánuði árið 2020 á sameiginlegum dvalarstað Guðfinns og konunnar í Prag í Tékklandi. Í þeim ákærulið er Guðfinnur sakaður um nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi. Hann hafi með ofbeldi og ólögmætri nauðung og án samþykkis haft samræði og önnur kynferðismök við konuna, rifið af henni fötin og dregið hana eftir gólfinu upp í rúm í svefnherbergi, haft þar við hana samræði þar sem hún lá á maganum í rúminu og stungið hönd sinni eða óþekktum hlut í endaþarm konunnar, haft síðan við hana endaþarmsmök þrátt fyrir að hún bæði hann endurtekið um að hætta. Hætti hann ekki fyrr en konan beit í þumalfingur hans. „Var þessi háttsemi ákærða til þess fallin að vekja henni ótta um líf sitt og heilbrigði,“ segir í ákæru.
Guðfinnur hefur undanfarin ár búið í Færeyjum og Tékklandi. Samkvæmt heimildum DV dróst rannsókn málanna sem lýst er í ákærunni vegna þess að erfitt var að ná í hann. Var gefin út handtökuskipun á hann er hann dvaldist í Tékklandi og tókst um síðir að fá hann til yfirheyrslu hjá Lögreglunni á Suðurnesjum.
Var Guðfinnur sakfelldur fyrir þessi brot í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og dæmdur í tveggja ára fangelsi.
Dómurinn hefur ekki veri birtur á vefsíðu dómstólanna en upplýsingar um dómsorð liggja fyrir. Guðfinnur býr ekki á Íslandi og gaf skýrslu í gegnum fjarfundabúnað við réttarhöldin.
Guðfinnur er með nokkuð langan brotaferil að baki. Í byrjun árs 2021 greindi DV frá því að hann hefði verið ákærður fyrir hótanir í garð annars manns.
Hótanirnar voru svohljóðandi: