fbpx
Fimmtudagur 20.febrúar 2025
Fréttir

Segist vera Madeleine McCann og birtir rannsókn á DNA og andlitsfalli því til stuðnings

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 18. febrúar 2025 22:00

Julia hefur tekið enn einn snúninginn og segist nú aftur vera Madeleine McCann.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pólsk kona sem segist vera Madeleine McCann hefur birt DNA rannsóknir sem hún lét sérfræðinga sérfræðinga greina. Foreldrar Madeleine hafa hafnað sögu hennar og neita að láta bera saman DNA.

Breska blaðið Daily Mail greinir frá þessu.

Konan, hin 23 ára gamla Julia Wandelt, hefur haldið því fram í tvö ár að hún sé hin breska Madeleine McCann, sem hvarf í Portúgal árið 2007. Hélt hún þessu meðal annars fram í spjallþætti hjá Dr. Phil í marsmánuði árið 2023.

Sagði hún að skráning yfir fyrstu ár hennar í pólska heilbrigðiskerfinu sé dularfull, hún hafi aldrei séð myndir af sér sem barni og að hún muni eftir því að hafa verið kynferðislega misnotuð af þýskum manni. Manni gæti verið tengdur Martin Ney sem grunaður hefur verið í máli McCann.

Ári seinna dró Wandelt orð sín til baka í viðtali við BBC, sagðist sjá eftir öllu saman og bað McCann hjónin, Gerry og Kate, afsökunar. En nú virðist sem Julia Wandelt hafi tekið enn eina beygjuna.

Segist með breskan og írskan bakgrunn

Á samfélagsmiðlum birtir Wandelt niðurstöður DNA prófs sem hún segir að hafi verið borið saman við sýni frá vettvangi. Samkvæmt Wandelt eiga þessar niðurstöður að sýna að líklegt sé að Gerry McCann sé líffræðilegur faðir hennar.

Sjá einnig:

Konan sem telur sig vera Madeleine McCann steig fram hjá Dr. Phil – „Ég trúi því að hún sé ekki móðir mín“

Einnig sýni DNA prófið að Wandelt sé að hluta með breskan og írskan bakgrunn og ekki 100 prósent pólskan.

Þetta stangast á við rannsókn sem einkaspæjari að nafni Fia Johansson gerði, sem sýndi að erfðaefni Wandelt væri 100 prósent pólskt. Wandelt segist hafa átt erfitt með að skilja niðurstöður Johansson og segir nú að þær hafi verið falsaðar.

Hár og munnvatn

Wandelt birti niðurstöður samanburðar hennar DNA við sýni sem sagt er vera unnið úr hári og munnvatni Gerry McCann, sem safnað hafi verið á vettvangi. Þessi sýni eru sögð hafa verið aflað af nafnlausum aðila sem vinni í erfðafræðirannsóknum. Samkvæmt færslunni á þessi samanburður að sýna að Gerry sé faðir hennar.

Myndir sem eiga að sýna líkindi Gerry McCann og Juliu Wandelt. Skjáskot/Instagram

Einnig vitnar hún í lífefnafræðing að nafni Monte Miller sem gerði rannsókn á andlitsfalli Wandelt og Gerry McCann. „Þau passa nokkuð vel, meira en ókunnugt fólk, og ákveðið mynstur lítur áreiðanlega út fyrir að sýna fjölskyldutengsl,“ sagði Miller um samanburðinn.

Hunsuð af McCann hjónunum

Wandelt vill enn þá að McCann hjónin, sem hún kallar í seinni færslum foreldra sína, taki nýtt DNA próf til að hægt sé að bera það saman við sitt.

„Þrátt fyrir vísbendingar um að hún sé skyld Gerry McCann vilja hvorki hann né Kate taka DNA próf,“ sagði Surjit Singh Clair, fjölmiðlafulltrúi Juliu Wandelt. „Lögreglan hefur neitað að skipuleggja DNA próf eftir að hafa heyrt það á BBC að Julia væri pólsk en ef hún væri einhver pólsk kona hvernig geta þeir skýrt það að DNA sýni hennar tengist vettvangi glæpsins. Þeir eru búnir að eyða 20 milljónum punda (3 milljarðar króna) í rannsóknina en vilja ekki eyða 60 pundum (9 þúsund krónum) í DNA próf, sem hún er meira að segja búin að bjóðast til að borga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vilhjálmur: „Af hverju taka stjórnvöld ekki á þessari græðgi bankanna?“

Vilhjálmur: „Af hverju taka stjórnvöld ekki á þessari græðgi bankanna?“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Gagnrýnir „dapurleg“ ummæli Jóns Péturs: Sagðist ætla að setja húsið á sölu ef Heiða Björg yrði borgarstjóri

Gagnrýnir „dapurleg“ ummæli Jóns Péturs: Sagðist ætla að setja húsið á sölu ef Heiða Björg yrði borgarstjóri