Lögreglan greinir frá þessu í tilkynningu um verkefni gærkvöldsins og næturinnar.
Að sögn lögreglu veitti maðurinn mótþróa við handtöku en hann var yfirbugaður og vistaður í fangaklefa. Ekki koma frekari upplýsingar um hvað maðurinn hugðist gera eftir að hafa sparkað upp hurðinni.
Alls gista þrír fangageymslur lögreglu eftir nóttina. Einn þeirra var handtekinn eftir að hafa gengið berserksgang í húsnæði hjálparstofnunar. Hann var handtekinn, fluttur á lögreglustöð og vistaður þar uns hægt verður að ræða við hann.
Þá var tilkynnt um sofandi menn á stigagangi í hverfi 170 og var þeim vísað á brott. Einnig var tilkynnt um innbrot og þjófnaði í hverfum 101, 103 og 112 og tilkynnt um aðila reyna að stela gasgrilli í hverfi 221. Þeir fundust ekki þrátt fyrir leit.
Loks voru fimm ökumenn teknir úr umferð vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.