fbpx
Þriðjudagur 18.febrúar 2025
Fréttir

Hanna húfu til styrktar Landsbjörgu

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 18. febrúar 2025 17:13

Svanhvít Helga Jóhannesdóttir, félagi í Björgunarsveitinni Kára, með nýju húfuna sem 66°Norður hannaði í samstarfi við Landsbjörg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

66°Norður hefur hannað hlýja og endingargóða húfu í samstarfi við Slysavarnafélagið Landsbjörg til styrktar félagsfólki. Landsbjörg húfan fer í sölu í dag en allur ágóði af sölunni rennur til styrktar Landsbjörgu.

Landsbjargarhúfan er úr ullarblöndu og kemur í takmörkuðu upplagi. Innblástur fyrir mynstur húfunnar er hálendi Íslands og fjallgarðar landsins. Mynstrið er unnið út frá loftmynd af fjallaskaga á norðanverðu Íslandi árið 1999, árið sem Landsbjörg var stofnuð. Þetta er annað árið í röð sem 66°Norður og Landsbjörg hanna saman húfu til styrktar björgunarsveitunum.

Björgunarsveitir starfa undir merkjum Landsbjargar um allt land þar sem sjálfboðaliðar vinna óeigingjarnt starf við að tryggja öryggi í óútreiknanlegu veðri og náttúru. Í dag eru ríflega 4.000 manns á útkallsskrá og eru tilbúin að bregðast við þegar neyðarkallið berst. 

,,Starfið í björgunarsveitinni er ekki aðeins gefandi vegna þess að hægt er að bjarga mannslífum heldur er það líka mikilvægt samfélagslegt hlutverk. Við stöndum saman og styðjum hvort annað,“ segir Svanhvít Helga Jóhannesdóttir sem er 31 árs en hún er virkur félagi í Björgunarsveitinni Kára. Hún býr í Öræfum þar sem hún starfar sem leiðsögumaður og kennari ásamt því að vera tilbúin í björgunarleiðangra þegar kallið kemur. Svanhvít segir að það að búa í Öræfum þýði að lifa í nálægð við sveiflur náttúrunnar með klettaklifri á sumrin og ísklifri eða skíðamennsku á veturnar. Reynsla hennar að vinna á jöklum nýtist henni vel í björgunarsveitarstörfum.

Landsbjargarhúfan fer í sölu í dag í vefverslun 66°Norður ásamt völdum verslunum 66°Norður í Faxafeni, Smáralind, Kringlunni og á Laugavegi sem og á heimasíðu Landsbjargar. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að Pútín gleðjist yfir taktík Trump

Segir að Pútín gleðjist yfir taktík Trump
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Þrátt fyrir mikið mannfall og refsiaðgerðir styðja Rússar enn stríðsreksturinn

Þrátt fyrir mikið mannfall og refsiaðgerðir styðja Rússar enn stríðsreksturinn
Fréttir
Í gær

Vilja fund með lögreglustjóra vegna fimm ára tafa á kæru ÁTVR – „Hvað í ósköpunum geti skýrt þessa ótrúlegu töf“

Vilja fund með lögreglustjóra vegna fimm ára tafa á kæru ÁTVR – „Hvað í ósköpunum geti skýrt þessa ótrúlegu töf“
Fréttir
Í gær

Fleiri fylgjandi vegtollum en á móti í fyrsta sinn – Framsóknarmenn hrifnastir

Fleiri fylgjandi vegtollum en á móti í fyrsta sinn – Framsóknarmenn hrifnastir