Héraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem átti sér stað miðvikudagskvöldið 15. júní árið 2022, innandyra á skemmtistað í Reykjavík.
Ákærði er sagður hafa veist að öðrum manni, slegið hann endurtekið í höfuðið með glerglasi, uns glasið brotnaði á höfði hans, og í kjölfarið sparkað í líkama hans. Hlaut brotaþoli fimm sár hægra megin á höfði, þar af 1,5 til 2 cm skurð í hársverði við enni.
Brotaþoli krefst miskabóta að fjárhæð 600 þúsund krónur.
Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 27. febrúar.