fbpx
Mánudagur 07.apríl 2025
Fréttir

Flutningabílstjóri lenti í óvenjulegu slysi þegar hann beygði sig eftir Bluetooth-heyrnartólum

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 18. febrúar 2025 15:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega komst úrskurðarnefnd í vátryggingamálum að þeirri niðurstöðu að tryggingafélagi hafi verið heimilt að takmarka bótagreiðslur til atvinnubílstjóra sem velti flutningabifreið, sem hann var að keyra, við það að beygja sig eftir Bluetooth-heyrnartólum á gólfi bifreiðarinnar. Um var að ræða búnað sem hægt var að nota til að tala í farsíma, handfrjálst, en bílstjórinn sagði að hann hefði nauðsynlega þurft að ná í búnaðinn til að geta talað í síma við akstur og mótmælti skerðingunni á þeim grundvelli.

Tilkynnt var um slysið í desember 2023. Á vettvangi kom lögreglan að bifreið sem hafði oltið á hægri hliðina. Í lögregluskýrslu var haft eftir bílstjóranum að hann hafi verið verið á leið í endurvinnslustöð. Sagðist hann hafi verið að teygja sig eftir einhvers konar „bluetooth“ tæki sem hefði dottið á gólfið hjá honum í bifreiðinni. Við það hafi hann misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún valt á hliðina.

Slysið átti sér stað í dagsbirtu á þurrum og malbikuðum vegarkafla. Umferð var lítil en leyfður hámarkshraði á slysstað var 90 kílómetrar á klukkustund. Einnig var haft eftir bílstjóranum að hann hafi ekið á 40 kílómetra hraða á klukkustund. Bílstjórinn reyndist ekki hafa verið undir áhrifum áfengis og var fluttur með sjúkrabíl af vettvangi.

Takmörkun

Um 2 vikum eftir slysið tilkynnti ónefnt tryggingafélag að það ætlaði sér að takmarka ábyrgð sína vegna slyssins að 1/3 hluta. Var það gert á þeim grundvelli að bílstjórinn hefði, miðað við lögregluskýrslu, orsakað slysið með stórfelldu gáleysi.

Bílstjórinn mótmælti því að hann hefði sýnt af sér stórfellt gáleysi og sneri sér í kjölfarið til nefndarinnar. Vísaði hann til þess að búnaðurinn sem hann var að teygja sig í sé handfrjáls búnaður sem notaður sé til að tala í farsíma meðan á akstri stendur. Hann sé atvinnubílstjóri og þurfi að nota slíkan búnað sem honum sé heimilt samkvæmt umferðarlögum. Benti hann einnig á að hann hefði verið á 40 kílómetra hraða á klukkustund á svæði þar sem hámarkshraði var 90 kílómetrar á klukkustund. Þar að auki hefðu akstusskilyrði verði góð. Krafðist hann því fullra bóta en yrði ekki fallist á þessi rök hans væri hæfilegt að skerðingarhlutfall tryggingafélagsins væri 1/4 frekar en 1/3.

Í andsvörum tryggingafélagsins kom fram að því hefði verið heimilt að skerða bótarétt bílstjórans. Óumdeilt væri að hann hefði misst stjórn á bifreiðinni við að ná í handfrjálsa búnaðinn á gólfinu. Fullnægjandi sönnun fyrir því að hann hafi ekið bifreiðinni án þess að horfa á veginn lægi fyrir. Hann hafi því ekið án þess að sýna þá varúð sem skylt sé samkvæmt umferðarlögum að hafa í fyrirrúmi við akstur. Framferði hans sé einnig þeim mun vítaverðara þar sem hann sé atvinnubílstjóri.

Ágreiningslaust

Í niðurstöðu úrskurðarnefndar í vátryggingamálum segir að andmæli bílstjórans verði ekki skilin sem svo að hann mótmæli þeirri lýsingu á slysinu sem fram komi í skýrslu lögreglu. Nefndin segir það virðast ágreiningslaust að bílstjórinn hafi verið að teygja sig eftir handfrjálsa búnaðinum sem hafi dottið á gólf bifreiðarinnar og ekki horft á veginn á meðan. Með þessu háttalagi hafi hann sýnt af sér stórfellt gáleysi. Með vísan í dómafordæmi, lög um vátryggingasamninga og fyrri úrskurði nefndarinnar sé tryggingafélaginu því heimilt að takmarka ábyrgð sína á bótagreiðslum til bílstjórans um 1/3 hluta.

Bílstjórinn situr því eftir með bætur að 2/3 hluta af þeirri slysatryggingu sem hann var með þegar slysið átti sér stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Enginn treystir Trump

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Friðrik Ólafsson er fallinn frá

Friðrik Ólafsson er fallinn frá
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Enginn treystir Trump

Enginn treystir Trump
Fréttir
Í gær

Fyrrum samherji og vinur Elon Musk varar við honum og telur að þetta sé áætlun hans – „Hann er hættulegur, mjög mjög hættulegur“

Fyrrum samherji og vinur Elon Musk varar við honum og telur að þetta sé áætlun hans – „Hann er hættulegur, mjög mjög hættulegur“
Fréttir
Í gær

Skrýtið að sjávarútvegsfyrirtæki skili gríðarlegum hagnaði og á sama tíma er auglýst eftir starfsmanni brothættra byggða

Skrýtið að sjávarútvegsfyrirtæki skili gríðarlegum hagnaði og á sama tíma er auglýst eftir starfsmanni brothættra byggða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Braut kynferðislega gegn börnum og veifaði kynfærunum á almannafæri

Braut kynferðislega gegn börnum og veifaði kynfærunum á almannafæri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Földu dóp í björgunarsveitarhúsi

Földu dóp í björgunarsveitarhúsi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur þyngdi dóm yfir Kristjáni Helga Ingasyni fyrir vændiskaup af unglingi

Landsréttur þyngdi dóm yfir Kristjáni Helga Ingasyni fyrir vændiskaup af unglingi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sálfræðingur varar við hugtakinu kynbundið ofbeldi – „Umræða um karl­kyns þolend­ur og kven­kyns gerend­ur er lít­il“

Sálfræðingur varar við hugtakinu kynbundið ofbeldi – „Umræða um karl­kyns þolend­ur og kven­kyns gerend­ur er lít­il“