fbpx
Fimmtudagur 20.febrúar 2025
Fréttir

Kolbrún segir borgina vera leiðtogalausa eftir brotthvarf Dags – Segir að hann eigi meira skilið frá Kristrúnu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. febrúar 2025 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Bergþórsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi ritstjóri, segir að Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, sé einn af yfirburðarmanneskjum íslenskra stjórnmála.

Kolbrún gerði meðal annars stöðuna í borgarmálunum að umtalsefni í pistli sínum í sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. Eins og kunnugt er sleit Einar Þorsteinsson borgarstjóri meirihlutanum fyrir skemmstu og standa viðræður nú yfir um myndun nýs meirihluta.

Kolbrún segir að afburðamanneskjur séu ekki á hverju strái í stjórnmálunum en hún segir að bæði Dagur og Katrín Jakobsdóttir séu dæmi um slíkar manneskjur.

„Í störf­um sín­um sem for­sæt­is­ráðherra sýndi Katrín Jak­obs­dótt­ir ótví­ræða leiðtoga­hæfi­leika. Þegar hún hvarf úr stóli for­sæt­is­ráðherra leið ekki á löngu þar til rík­is­stjórn Vinstri-grænna, Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar­flokks hvarf einnig á braut. Eins og svo margoft hef­ur verið haft á orði var Katrín límið í sam­starf­inu.“

Hún segir að stjórnmálin séu óneitanlega fátæklegri vegna brotthvarfs Katrínar og hún hefði sómt sér vel sem forseti Íslands.

„En helst voru það villt­ir vinstri­menn sem komu í veg fyr­ir að svo varð. Þeir vildu víst frek­ar kjósa Dale Carnegie-for­seta, sem hef­ur náð litl­um tök­um á starf­inu.“

Dagur á meira skilið

Hún segir að Dagur hafi svo varla verið stiginn út úr ráðhúsinu þegar meirihlutinn í borginni sprakk.

„Hann var límið í sam­starf­inu. Í borg­ar­mál­um hafði hann ein­stakt lag á að leiða ólíka flokka til sam­starfs. Það var hann sem hélt sjálf­stæðismönn­um frá völd­um í borg­inni árum sam­an og gladdi þar með ótal vinst­ri­sinnuð hjörtu. Þegar hann yf­ir­gaf borg­ar­mál­in hefði hann átt að fá að njóta af­reka sinna hjá flokki sín­um, Sam­fylk­ing­unni. Það hef­ur ekki enn gerst.“

Kolbrún segir að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra, hafi vissulega haft í mörg horn að líta að undanförnu og hugsanlega hafi ýmislegt, sem augljóst ætti að vera, farið fram hjá henni.

„Hún hlýt­ur þó að fara að átta sig á því að Dag­ur B. Eggerts­son er slík­ur yf­ir­burðamaður í stjórn­mál­um að ástæða er til að gera hon­um hátt und­ir höfði. Geri hún það ekki er það annaðhvort til marks um afar slæma dómgreind eða öf­und í garð þunga­vigt­ar­stjórn­mála­manns. Góður leiðtogi leyf­ir hæfi­leika­fólki að njóta sín en fel­ur ekki af ótta við að það skyggi á sig.“

Kolbrún segir að vonandi eigi Dagur vini innan þingflokks Samfylkingarinnar sem telja ekki eftir sér að minna formanninn á mikilvægi borgarstjórans fyrrverandi.

„Nema Kristrún hafi ein­göngu raðað í kring­um sig já-fólki, sem mæn­ir á hana aðdá­un­ar­aug­um dag hvern. Eitt það versta sem stjórn­mála­leiðtogi get­ur gert er ein­mitt að um­kringja sig slíku fólki, þótt slíkt sé ör­ugg­lega mjög freist­andi og auðvelt.“

Segir að Einar hafi farið á taugum

Kolbrún tekur það ekki frá Kristrúnu að hún er röggsöm og rökföst og ekki líkleg til að láta pólitíska andstæðinga slá sig út af laginu.

„Leiðtogi má ekki fara á taug­um. Ein­mitt það gerði borg­ar­stjór­inn Ein­ar Þor­steins­son þegar hann fyr­ir­vara­laust sleit meiri­hluta­sam­starfi vegna væg­ast sagt af­leitr­ar stöðu í skoðana­könn­un­um. Þessi slit hef­ur hann reynt að rétt­læta á ýmsa vegu en skýr­ing­ar hans eru einkar ótrúverðugar. Eng­an veg­inn er hægt að bera virðingu fyr­ir tauga­veiklun­ar­legri ákvörðun hans sem skapaði upp­lausn og óróa og var ekki í þágu borg­ar­búa.“

Kolbrún gerir svo nýlegan þátt Silfursins á RÚV að umtalsefni þar sem oddvitar flokkanna í borginni mættust. Hún gefur oddvitunum ekki háa einkunn fyrir frammistöðuna.

„Þátt­ur­inn vakti al­menna at­hygli vegna slakr­ar frammistöðu odd­vit­anna. Þeir höfðu lítið sem ekk­ert fram að færa, voru áber­andi hug­myndasnauðir og skorti all­an mynd­ug­leika. Öðru hvoru blöðruðu odd­vit­arn­ir um að þeim þætti vænt um aðra odd­vita. Eitt­hvað var svo kvakað um nauðsyn þess að vinna í þágu borg­ar­búa. Eft­ir áhorf á þátt­inn blas­ir við að eng­inn odd­vit­anna virðist hafa dug til að vera leiðtogi. Það hefði kannski verið ráð að bjóða Degi B. Eggerts­syni gesta­sæti við borðið til að veita odd­vit­un­um al­menni­lega ráðgjöf, nokkuð sem þeir virðast í sárri þörf fyr­ir.“

Kolbrún segir að lokum að stundum sé erfitt að bera virðingu fyrir stjórnmálamönnum og það eigi við um slaka frammistöðu oddvitanna í umræddum þætti .

„Kost­ur­inn við þátt­inn var hins veg­ar hversu vel hann op­in­beraði það inni­halds­leysi sem ein­kenn­ir ís­lensk stjórn­mál um of. Stjórn­mála­flokk­ar lands­ins þurfa að huga að odd­vita­skipt­um í borg­inni fyr­ir næstu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Skemmti­leg til­breyt­ing væri ef ein­hverj­ir þeirra byggju yfir áber­andi leiðtoga­hæfi­leik­um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sakar framkvæmdastjóra Umbru um blekkingar og tilraun til að afvegaleiða umræðuna – „Til háborinnar skammar“

Sakar framkvæmdastjóra Umbru um blekkingar og tilraun til að afvegaleiða umræðuna – „Til háborinnar skammar“
Fréttir
Í gær

Guðni segir að Daði megi ekki gera mistök: „Ég treysti þér þar til annað kem­ur í ljós, Daði Már“

Guðni segir að Daði megi ekki gera mistök: „Ég treysti þér þar til annað kem­ur í ljós, Daði Már“
Fréttir
Í gær

Kona áreitti þrjá undirmenn sína í grunnskóla kynferðislega – Þolendur hrökkluðust úr starfi en gerandinn mætti aftur til vinnu án eftirmála

Kona áreitti þrjá undirmenn sína í grunnskóla kynferðislega – Þolendur hrökkluðust úr starfi en gerandinn mætti aftur til vinnu án eftirmála
Fréttir
Í gær

Eldri hjón lentu í tugþúsunda kostnaði og eru reið sýslumanni

Eldri hjón lentu í tugþúsunda kostnaði og eru reið sýslumanni