fbpx
Þriðjudagur 18.febrúar 2025
Fréttir

Frumkvöðlar í matvælaframleiðslu hljóta styrki frá Högum

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 17. febrúar 2025 12:44

Styrkhafar í Uppsprettunni ásamt starfsfólki Haga og dótturfélaga Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Níu frumkvöðlaverkefni hafa hlotið styrk úr Uppsprettunni, nýsköpunarsjóði Haga. Uppsprettan styður frumkvöðla við þróun og nýsköpun í íslenskri matvælaframleiðslu. Sjóðurinn leggur sérstaka áherslu á að verkefnin sem hljóta styrkveitingu taki tillit til sjálfbærni og styðji innlenda framleiðslu.

Þetta er í fjórða sinn sem veittir eru styrkir úr Uppsprettunni, en alls hafa 41 verkefni hlotið styrk úr sjóðnum frá stofnun hans árið 2021. Auk fjárhagslegs stuðnings fá styrkhafar ráðgjöf og aðstoð við að koma afurðum sínum í matvöruverslanir. 

Finnur Oddson og Anton Birkir Sigfússon hjá Högum kynna styrkhafa í Uppsprettunni.
Mynd: Aðsend

Alls bárust tugir umsókna um styrk í sjóðinn og valdi matsnefnd níu verkefni til styrkveitingar. Afhending á styrkjum fór fram á sérstökum viðburði í höfuðstöðvum Banana, dótturfélags Haga. 

Styrkhafar Uppsprettunnar 2025 eru:

  • Tropic – Framleiðsla og markaðssetning á gómsætum eftirréttum úr plöntufæði. Kristín Amy, sem fer fyrir verkefninu, er nú þegar með ýmsar heilsuvörur til sölu í verslunum Hagkaups undir vörumerkinu Tropic.
  • Sea Growth – Undirbúningur á framleiðslu hágæða sjávarfangs beint úr fiskfrumum með sjálfbærum aðferðum. Aðferðin byggir á því að einangra stofnfrumur úr hrogni og rækta þær upp í vöðva- og fitufrumur. Að verkefninu standa Birgitta Ásgrímsdóttir og Alexander Schepsky.
  • PUFF – Framleiðsla og markaðssetning á loftpoppuðu poppkorni með fjölbreyttum og frumlegum bragðtegundum. Stofnendur PUFF eru þeir Arnar Valgeirsson, Árni Hreiðarsson og Eiður Kristjánsson.
  • Ísponica – Lóðrétt grænmetisræktun (e. vertical farm) á Hofsósi þar sem ræktaðar verða sprettur, radísur, baunaspírur og sveppir. Frumkvöðullinn á bak við verkefnið er Amber Monroe.
  • Feed the Viking – Framleiðsla og markaðssetning á girnilegum íslenskum grýtum úr frostþurrkuðu hráefni. Feed the Viking, sem stofnað var af Friðriki Guðjónssyni, er þegar í dag að bjóða upp á fjölbreytt úrval af frostþurrkuðum vörum í verslunum Hagkaups. 
  • Villt að vestan – Frekari vöruþróun á úrvals sósu- og súpublöndum úr íslenskum villisveppum. Verkefnið er í höndum Sæbjargar Freyju Gísladóttur og Eyvindar Atla Gíslasonar frá Flateyri. Þau hafa áður hlotið styrk úr Uppsprettunni og fóru inn með vörur sínar í Hagkaup skömmu fyrir síðustu jól.
  • Brúnastaðir – Fjölskyldan á Brúnastöðum í Skagafirði fær styrk til framleiðslu og þroskunar á hágæða geitaosti. Hluti af þroskunarferlinu felst í að láta ostinn liggja í bjórbaði.
  • HD Grill – Framleiðsla og markaðssetning á tólgi og soði úr vannýttum dýraafurðum. Félagarnir Halldór Sverrisson og Davíð Clausen standa að verkefninu.
  • Re Argentina – Framleiðsla og markaðssetning á ljúffengum eftirréttum að argentínskum sið. Stofnandi verkefnisins er Carla Ines Valvo.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Heimir Örn: Dæmi um að fjölskyldur þurfi að borga 700-800 þúsund á ári

Heimir Örn: Dæmi um að fjölskyldur þurfi að borga 700-800 þúsund á ári
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Mogginn svarar fyrir sig og sendir Heimi Má pillu: „Næsta víst að hann og Inga Sæ­land munu eiga góða daga sam­an“

Mogginn svarar fyrir sig og sendir Heimi Má pillu: „Næsta víst að hann og Inga Sæ­land munu eiga góða daga sam­an“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Útsendari Trump segir að Rússar verði að gefa landsvæði eftir

Útsendari Trump segir að Rússar verði að gefa landsvæði eftir
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir vegatolla í raun margra milljarða styrk til Samskipa, Eimskips og rútufyrirtækja – „Fráleitt að allur almenningur sé að styrkja þessa aðila“

Segir vegatolla í raun margra milljarða styrk til Samskipa, Eimskips og rútufyrirtækja – „Fráleitt að allur almenningur sé að styrkja þessa aðila“
Fréttir
Í gær

Breyttu rusli í list!

Breyttu rusli í list!
Fréttir
Í gær

Heimir Már ómyrkur í máli: „Eiturpennar á Mogganum án alls siðgæðis“

Heimir Már ómyrkur í máli: „Eiturpennar á Mogganum án alls siðgæðis“
Fréttir
Í gær

Anders Fogh leggur til stofnun evrópsks Úkraínu-hers

Anders Fogh leggur til stofnun evrópsks Úkraínu-hers
Fréttir
Í gær

Ósátt við að ekki hafi verið fundað um málið – „Þetta er grafalvarlegt“

Ósátt við að ekki hafi verið fundað um málið – „Þetta er grafalvarlegt“