Þetta sagði hann í samtali við BBC á föstudaginn í tengslum við öryggisráðstefnuna í Berlín. Hanns agði að Evrópa verði að bæta í aðgerðir sínar í Úkraínu ef tryggja á frið.
„Við verðum að mynda bandalag viljugra ríkja undir forystu Frakklands og Bretlands, svo við getum tryggt öryggi Úkraínu og sent hermenn til Úkraínu,“ sagði hann.
Hann leggur til að her, sem telur 50.000 til 100.000 hermenn, verði settur á laggirnar og telur að auk Frakklands og Bretlands, geti Þýskaland, Holland, Pólland og Eystrasaltsríkin tekið þátt í myndun þessa hers. Bandaríkin geti haft aðkomu með því að tryggja flutninga og eftirlit.
Hann vildi ekki koma með neinn tímaramma á hversu lengi friðargæslulið þurfi að vera í Úkraínu, það þurfi að sýna þolinmæði.