fbpx
Fimmtudagur 20.febrúar 2025
Fréttir

Páll hefur illan bifur á sameiningaráformum Arion banka og Íslandsbanka – „Stjórnlaus græðgi“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 16. febrúar 2025 16:03

Páll Magnússon Mynd: Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Magnússon, bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum og fyrrverandi þingmaður, hefur fátt gott að segja um áform Arion banka og Íslandsbanka um sameiningu.

Bankarnir hafa lýst yfir vilja til að sameinast en alls óvíst er hvort Samkeppniseftirlitið heimili slíkan samruna.

Páll staldrar við þann málflutning Arion banka að með samrunanum sé hægt að tryggja fimm milljarða króna á ári í sparnað fyrir neytendur. Þarna telur Páll fulltrúa bankans vera að reyna að slá ryki í augu almennings. Páll telur að auðveldara verði að okra á neytendum þegar viðskiptabönkunum hefur fækkað úr þremur í tvo. Hann skrifar á Facebook-síðu sína:

„Arion banki segir að hægt verði að tryggja neytendum 5 milljarða árlegan sparnað með samruna við Íslandsbanka. Hér er siglt undir fölsku flaggi eins og venjulega þegar bankarnir eiga í hlut. Hvatinn er ekki umhyggja fyrir neytendum heldur stjórnlaus græðgi. Þegar bankaskatturinn var lækkaður um meira en helming 2020 var það gert með fyrirheitum um að ávinningurinn, um 9 milljarðar króna á ári, ætti að koma neytendum til góða í lægri þjónustugjöldum og minni vaxtamun. Þau fyrirheit voru aldrei efnd; bankarnir hirtu allan ávinninginn sjálfir. Það myndu þeir líka gera nú – og okrið orðið enn auðveldara þegar bara tveir viðskiptabankar stæðu einir eftir. Sporin hræða.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Hjördís María: „Þess vegna verðum við heimilislaus á næstu mánuðum með lítið barn“

Hjördís María: „Þess vegna verðum við heimilislaus á næstu mánuðum með lítið barn“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

„Sultarkvein fuglanna sker í hjartastað“

„Sultarkvein fuglanna sker í hjartastað“
Fréttir
Í gær

Fékk net í skrúfuna og var dreginn í land

Fékk net í skrúfuna og var dreginn í land
Fréttir
Í gær

Tenerife-ferð Hjálmars endaði öðruvísi en til stóð – „Öllu þessu fólki á ég líf að gjalda og er óendanlega þakklátur“

Tenerife-ferð Hjálmars endaði öðruvísi en til stóð – „Öllu þessu fólki á ég líf að gjalda og er óendanlega þakklátur“
Fréttir
Í gær

Gagnrýna gagnrýni Helga Áss á skuldastöðu borgarinnar – „Ég veit eiginlega ekki hvort er verra, viljandi blekking eða augljós heimska“

Gagnrýna gagnrýni Helga Áss á skuldastöðu borgarinnar – „Ég veit eiginlega ekki hvort er verra, viljandi blekking eða augljós heimska“
Fréttir
Í gær

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins sektuð um fimm milljónir fyrir að brjóta lög

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins sektuð um fimm milljónir fyrir að brjóta lög