Jón Bjarni Steinsson veitingamaður er vægast sagt ósáttur við sjónvarpsstöðina Viaplay en honum tekst ekki með nokkru lifandi móti að segja upp áskrift af stöðinni. Situr hann uppi með tvöfalda áskrift að stöðinni. Hefur hann að undanförnu staðið í skeytasendingum við fyrirtækið án þess að nokkuð þokist í þá átt að hann losni við að greiða áskriftina.
Jón Bjarni birti eftirfarandi pistil um málið á Facebook-síðu sinni:
„Mig langar að deila með ykkur að ég held „sérstökustu“ viðskiptaháttum sem ég hef lent í – þannig er að ég lenti í því óláni að kaupa áskrift af Viaplay fyrir nokkrum misserum síðan. Gerði það til að horfa á fótbolta. Ég fékk að setja áskriftina á kort konunnar minnar.
Í mars 2024 keypti ég síðan áskrift af Vodafone IS sem innihélt áskrift að Viaplay.. Gott mál
Við þennan gjörning virðist ég hafa fest mig í eilífðaráskrift af Viaplay – þeir taka tæpan fjögurþúsundkall af korti konunnar minnar einusinni í mánuði – en ég get ekki sagt henni upp. Þeir bara taka sitt í hverjum mánuði og benda á Vodafone á meðan Vodafone bendir bara á Viaplay – sem er eðlilegt, því það eru þeir sem taka sitt mánaðarlega..
Ég hef verið í ítarlegum samskiptum við Viaplay núna í nokkrar vikur – og síðasta svarið er að þeir finni ekkert um þessar greiðslur (þó svo að þeir séu með kvittanir fyrir greiðslunum, sú síðasta i byrjun feb) og bentu mér á að hafa samband við lögregluna til að tilkynna kortasvindl..
Kortasvindl sem er ekki flóknara en svo að þeir sjálfir geta ekki hætt að rukka mig um áskrift sem ég virðist ekki geta sagt upp
Þetta er úr nýjasta svarinu
„I can understand that you think we are doing fraudelent transfers and illegally charging your wife’s card, but I want to highlight that we do not know your wife’s card details. We are not the ones that manually put your wife’s card details into our system without her consent or permission. We are not this type of company that would ever do such a thing to our customers.“
Hér er líklega sjötti starfsmaðurinn að svara mér – óafvitandi um það að ég fann hvernig þessar greiðslur áttu sér stað með því að senda þeim kortaupplýsingar konunnar og þeir þannig gátu sagt mér hvaða áskrift þetta var sem þeir voru að rukka
Í stóra samhenginu er þetta kannski ekki stórmál – en ef þið mögulega komist hjá því – forðist viðskipti við þetta rusl
„Unfortunately, we live in a very technical world where everyone can become victims of fraudelent and suspicious use, without our consent.
I am truly sorry for sharing this news with you, but the best option is to contact the police/authorities so that they can investigate it with the proper tools for these type of cases. „
Hér er semsagt þjónustufyrirtæki sem er að rukka mig um áskrift að segja mér að þeir geti bara ekki hætt að rukka mig – og benda mér á að hafa samband við Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
Þetta er að „mínu mati“ jafn heimskt og að standa með kúbein að ræna húsið mitt og benda mér bara á að hringja í lögguna – þetta komi innbrotsþjófnum eiginlega bara ekkert við.“