fbpx
Fimmtudagur 20.febrúar 2025
Fréttir

Ferðabloggari sem hefur heimsótt öll lönd í heimi nefnir verstu borgina

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 16. febrúar 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðabloggarinn Drew Binsky er í tiltölulega fámennum hópi þeirra sem hafa heimsótt öll lönd heimsins. Og Drew, sem er fæddur og uppalinn í Arizona, hefur séð ýmislegt á ferðum sínum og það eru einhverjir staðir sem hann getur varla hugsað sér að heimsækja aftur.

Binsky heldur úti vinsælli YouTube-rás og í myndbandi sem hann birti ekki alls fyrir löngu fer hann yfir 20 bestu og 20 verstu borgirnar sem hann hefur heimsótt.

Það er skemmst frá því að segja að borgin Conakry í Gíneu er sú sem fær lægstu einkunnina hjá honum.

Conakry er höfuðborg Gíneu í Vestur-Afríku en um er að ræða hafnarborg sem liggur að Atlantshafinu. Þó að landið sé auðugt af náttúruauðlindum er fátækt útbreidd og þá hefur mikill óstöðugleiki í stjórnmálum ekki bætt ástandið. Segir Binsky að Gínea sé eitt því miður eitt versta landið sem hann hefur heimsótt.

Í myndbandinu segir Binsky að tíu mínútum eftir að hann kom fyrst til borgarinnar hafi hann verið stöðvaður af tveimur lögreglumönnum. Bílstjórinn hans, heimamaður að nafni Marlin, þurfti að borga lögreglumönnunum mútur svo þeir gætu farið sína leið óáreittir. Um Conakry sagði Binsky:

„Öll borgin lyktar eins og rusl. Það er eins og það sé skólp út um allt. Ég er með frekar háan þröskuld þegar kemur að sóðaskap og ég hef séð margt á ferðum mínum um heiminn. En Conakry var sennilega verst,“ segir hann.

Þá segir hann að fólkið hafi almennt ekki verið mjög vinalegt. „Ég reyndi að setjast niður á veitingastað og skyndilega kom að mér maður sem hreinlega sparkaði mér út. Ég veit ekki enn af hverju,“ sagði hann og bætti við að hann upplifði sig óöruggan í borginni.

Hann sagði að hápunktur heimsóknarinnar hafi verið skemmtileg ferð í mosku í borginni, en að öðru leyti hafi borgin ekki upp á neitt að bjóða. „Ég mun sennilega aldrei koma þangað aftur.“

Meðal annarra slæmra borga sem hann nefnir í myndbandinu eru til dæmis N‘Djamena í Tsjad, Delí á Indlandi, Roseau á Dóminíku og Port Moresby í Papúa-Nýju Gíneu. Meðal bestu borganna eru hins vegar Prag, Beirút, Bangkok, Chicago, Tókýó og Mexíkóborg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Hjördís María: „Þess vegna verðum við heimilislaus á næstu mánuðum með lítið barn“

Hjördís María: „Þess vegna verðum við heimilislaus á næstu mánuðum með lítið barn“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

„Sultarkvein fuglanna sker í hjartastað“

„Sultarkvein fuglanna sker í hjartastað“
Fréttir
Í gær

Fékk net í skrúfuna og var dreginn í land

Fékk net í skrúfuna og var dreginn í land
Fréttir
Í gær

Tenerife-ferð Hjálmars endaði öðruvísi en til stóð – „Öllu þessu fólki á ég líf að gjalda og er óendanlega þakklátur“

Tenerife-ferð Hjálmars endaði öðruvísi en til stóð – „Öllu þessu fólki á ég líf að gjalda og er óendanlega þakklátur“
Fréttir
Í gær

Gagnrýna gagnrýni Helga Áss á skuldastöðu borgarinnar – „Ég veit eiginlega ekki hvort er verra, viljandi blekking eða augljós heimska“

Gagnrýna gagnrýni Helga Áss á skuldastöðu borgarinnar – „Ég veit eiginlega ekki hvort er verra, viljandi blekking eða augljós heimska“
Fréttir
Í gær

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins sektuð um fimm milljónir fyrir að brjóta lög

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins sektuð um fimm milljónir fyrir að brjóta lög