fbpx
Miðvikudagur 19.febrúar 2025
Fréttir

Borðaði 900 egg á einum mánuði – Svona breyttist líkaminn hans

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 16. febrúar 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joseph Everett, sérlegur áhugamaður um líkamsrækt, framkvæmdi athyglisverða tilraun fyrir skemmstu sem óvíst er hvort margir séu tilbúnir að leika eftir.

Everett þessi, sem búsettur er í Japan og heldur úti vinsælli YouTube-síðu, ákvað nefnilega að borða 30 egg á dag í heilan mánuð, eða samtals um 900 egg.

Það er stundum talað um að egg séu fullt hús matar, enda eru þau prótíník, kolvetnasnauð auk þess að innihalda holla fitu og vítamín og steinefni. En getur það verið hollt að borða svona mikið af eggjum?

Everett segist hafa ákveðið að prófa þetta eftir að ónefndur vaxtaræktarmaður sagði honum að það væri jafn árangursríkt að borða 30 egg á dag og að taka stera sem geta reynst hættulegir eins og dæmin sanna.

Segja má að Everett hafi borðað egg í öll mál, ýmist steikt, soðin eða hrá. Samhliða þessu bjó hann sér til æfingaáætlun sem samanstóð einna helst af þungum lyftingum í ræktinni. Þá fór hann í blóðprufu, bæði fyrir og eftir tilraunina, til að sjá hvaða áhrif mataræðið hefði.

Til að gera langa sögu stutta bætti Everett á sig um það bil sex kílóum af vöðvum, en hann var 78 kíló þegar tilraunin hófst. Þá styrktist hann talsvert og gat lyft töluvert meiri þyngdum í lok tilraunarinnar en í byrjun hennar. Þetta þarf kannski ekki að koma á óvart miðað æfingaálagið. En það sem kom Everett hins vegar á óvart var að blóðprufurnar komu býsna vel út.

Þannig varð engin markviss aukning á svokölluðu „slæmu kólesteróli“ í blóðinu en hins vegar jókst magn „góða kólesterólsins“. Tvær tegundir af kólesteróli finnast í blóðinu, LDL og HDL. LDL er stundum kallað slæma kólesterólið þar sem það getur safnast upp á veggjum æða, sem getur leitt til æðakölkunar. Þetta getur þrengt æðarnar og aukið hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum, eins og hjartaáföllum og heilablóðfalli.

HDL er aftur á móti kallað „góða kólesterólið“ vegna þess að það hjálpar til við að fjarlægja LDL kólesteról úr blóðinu. Það tekur slæma kólesterólið upp og flytur það aftur til lifrarinnar þar sem það brotnar niður. Hærra magn af HDL-kólesteróli í blóði er tengt við lægri áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum.

Þá sýndu blóðprufurnar fram á lækkun á svokölluðum þríglýseríðum sem geta aukið áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum.

Everett bendir á að 30 egg innihaldi um 2.100 prósent af ráðlögðum dagskammti af kólesteróli fyrir venjulegan fullorðinn einstakling og 45 grömm af mettaðri fitu. Bresk heilbrigðisyfirvöld mæla ekki með því að fullorðnir borði meira en 30 grömm af mettaðri fitu á dag og velji frekar ómettaða fitu sem finnst til dæmis í avókadó og fiski.

Everett segir að tilraunin hafi virkað vel og hann hafi verið orkumikill á meðan á henni stóð. „Ég var einbeittari, hafði mjög mikla orku bæði í ræktinni og utan hennar. Kynhvötin var meiri og ég hafði einhvern veginn meiri kraft og dugnað,“ segir hann.

En tilraunin er ekki fyrir alla og bendir Everett til dæmis á að hann hafi fengið magakrampa og hægðatregðu undir lokin sem hann rekur til hráu eggjanna sem hann borðaði. Hann segist þó ekki útiloka að endurtaka leikinn ef hann vill auka vöðvamassa sinn mikið á skömmum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Sultarkvein fuglanna sker í hjartastað“

„Sultarkvein fuglanna sker í hjartastað“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Einar Þór: „Þegar það ger­ist þá erum við með sjúk­ling­inn fljúg­andi“

Einar Þór: „Þegar það ger­ist þá erum við með sjúk­ling­inn fljúg­andi“
Fréttir
Í gær

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins sektuð um fimm milljónir fyrir að brjóta lög

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins sektuð um fimm milljónir fyrir að brjóta lög
Fréttir
Í gær

Síbrotamaðurinn Guðfinnur sakfelldur fyrir nauðganir

Síbrotamaðurinn Guðfinnur sakfelldur fyrir nauðganir
Fréttir
Í gær

Mogginn svarar fyrir sig og sendir Heimi Má pillu: „Næsta víst að hann og Inga Sæ­land munu eiga góða daga sam­an“

Mogginn svarar fyrir sig og sendir Heimi Má pillu: „Næsta víst að hann og Inga Sæ­land munu eiga góða daga sam­an“
Fréttir
Í gær

Myndband sýnir augnablikið þegar flugvél Delta brotlenti – Ótrúlegt að allir hafi lifað slysið af

Myndband sýnir augnablikið þegar flugvél Delta brotlenti – Ótrúlegt að allir hafi lifað slysið af