Netbanki Landsbankans og Landsbankaappið liggja núna niðri. Einnig komast margir ekki inn á vefsíðu bankans.
DV leitaði skýringa á þessu hjá Rúnar Pálmasyni, upplýsingafulltrúa hjá Landsbnkanum.
„Vegna bilunar er hvorki appið né netbankinn aðgengileg eins og stendur. Unnið er að viðgerð. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur,“ segir í skriflegu svari Rúnars við fyrirspurn DV.
Aðspurður segir Rúnar að ekkert bendi til netárásar á tölvukerfi bankans.
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið var ekki aðgengilegt fyrr í dag. Hægt er að skrá sig í inn í netbankann en enn eru truflanir á tilteknum þjónustuþáttum í netbanka. „Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið,“ segir í tilkynningu frá Landsbankanum.
Viðgerð vegna bilunar fyrr í dag er lokið. Ekki eru lengur truflanir á þjónustu í netbanka.