fbpx
Miðvikudagur 19.febrúar 2025
Fréttir

„Greyið kallinn honum dettur ekki í hug að frammistaða hans hafi ekki verið mjög glæsileg“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 15. febrúar 2025 19:00

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason og kynjafræðingurinn Þorsteinn V. Einarsson voru gestir í þætti undir stjórn Maríu Lilju Þrastardóttur Kemp á Samstöðinni fyrr í vikunni. Þorsteinn hefur verið gagnrýndur fyrir framkomu sína í þættinum og sagður dónalegur og hrokafullur. 

Þorsteinn svaraði gagnrýninni eins og sjá má hér: Framkoma Þorsteins sögð „hrokafull og ókurteis“ í samtali við Frosta – Svarar fyrir sig – „Koma beint upp úr incel búbblu Brotkastsins“

Frosti fer, ásamt Ingimar Elíassyni tæknimanni Harmageddon, yfir viðtalið og framkomu Þorsteins í þætti sínum Harmageddon á Brotkast. Stikla úr þættinum ber yfirskriftina Að rökræða við kynjafræðing.

„Þorsteinn vitnar ítrekað í feministagreinar, kynjafræðigreinar. En það sem þarf að taka umræðu um er kynjafræðin, sem er þessi búbbla sem Steini er í og allar þessar hugmyndir hans um að karlmennska sé viðbjóður. Hann gat ekki svarað þegar spurt var: „Hvað er karlmennska?“

Hann telur að ég held karlmennsku vera rót alls ills i heiminum í dag og eitthvað sem þarf að uppræta og berja niður. Hann talaði um að karlmenn væru enn eins og frá 1960 eða eitthvað. Þetta snýst auðvitað um það að inni í beinunum okkar vitum við að karlmennska er það að til dæmis…..Þetta er hrá lýsing, ef einhver ógn stafar að minni fjölskyldu þá er það karlmennska að ég stend í stafni og ver fjölskyldu mína. Þetta má Steini ekki heyra. Þetta er samt þannig og karlmaður þarf að sýna styrk. Hann þarf að vera ábyrgur, duglegur, passa upp á fólkið sitt. Þetta er það sem kynjafræðin hefur á undanförnum árum reynt að berja niður. Þess vegna getur hann ekki svarað neinu þegar hann er spurður um karlmennsku og vitnar bara í einhverjar kynjafræðigreinar,“

segir Frosti.

Ingimar tekur undir og segir Þorstein vísa í endalaust af hugtökum og frösum, eitthvað sem hann geri greinilega ráð fyrir að allir viti hvað þýðir.

„Það sem hann er svo heilaþveginn af og virkar ekki úti á markaðstorgi hugmyndanna meðal venjulegs fólks, það virkar bara inn í þessum bergmálshelli kynjafræðinnar upp í háskóla. Hann þrástaglast á þessu og það kom illa út fyrir hann.“

Segist ekki kannast við áhangendur sína í athugasemdum

Frosti segir um 500 athugasemdir komnar við viðtalið hjá Samstöðinni og flestar eru þær Þorsteini í óhag. Frosti hafi farið yfir þegar þær voru 50 og hann hafi ekki kannast þar við neina Brotkast áhangendur. „Hann lítur svo á að framkoma hans hafi verið til fyrirmyndar og það séu bara incelbrjálæðingar frá Brotkasti sem eru að kommenta,“ segir Frosti og les upp nokkrar athugasemdir frá Þorsteini. 

„Greyið kallinn honum dettur ekki í hug að frammistaða hans hafi ekki verið mjög glæsileg.“

Ingimar segir að ekki megi gleyma því að Þorsteinn sé með háskólamenntun. „Sérfræðingur á þessu sviði, þannig að hann veit betur en við hin, ómenntuðu og ólærðu incelgaurar.“

Frosti segir kynjafræðina umdeilda fræðigrein og þeir fræðimenn sem stunda vísindastörf viti að kynjafræðin byggi á veikum grunni.

„Ég vildi gjarnan eins og ég sagði við Steina, og ég tek fram að við áttum gott spjall eftir útsendingu. Ég hef ekkert á móti Steina sem manneskju, ég er bara ósammála hugmyndunum hans, þess vegna hef ég alltaf viljað ræða meira við Steina. Hann talar um að ég sé ómálefnalegur og þegar við tölum saman í viðtölum komi ekkert út úr því. Ég er ekki viss um að sé alltaf mér að kenna. Allavega sýndi viðtalið í þessari viku ekki fram á það held ég.“

„Hvað telur hann að þú værir málefnalegur? Að þú segir að þú sért sammála honum þá er eina leiðin að viðtalið meiki sens? Það meikar ekki sens,“ segir Ingimar.

Frosti segir þarft að hugmyndir Þorsteins séu ræddar í þaula og hann óskar þess að hann sé tilbúinn til meira samtals.

„Ég held að kynjafræðingar ættu  að tala sig saman og senda verðugri andstæðing til samræðna,“ svarar Ingimar.

„Ég kann vel við baráttuþrek Steina þó hann sé að berjast fyrir að mínu mati kolröngum hugmyndum. Hann er fastur fyrir að verja það en hann mætti vera málefnalegri og við þurfum að geta hlustað á ólík sjónarmið. En nóg um það þetta var áhugavert.“ 

Horfa má á þáttinn í fullri lengd á Brotkast.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Nýtt hlutverk Svala
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Síbrotamaðurinn Guðfinnur sakfelldur fyrir nauðganir

Síbrotamaðurinn Guðfinnur sakfelldur fyrir nauðganir
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Takmarkanir settar á útlitsbreytandi meðferðir með fylliefnum

Takmarkanir settar á útlitsbreytandi meðferðir með fylliefnum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Myndband sýnir augnablikið þegar flugvél Delta brotlenti – Ótrúlegt að allir hafi lifað slysið af

Myndband sýnir augnablikið þegar flugvél Delta brotlenti – Ótrúlegt að allir hafi lifað slysið af
Fréttir
Í gær

Segir að Pútín gleðjist yfir taktík Trump

Segir að Pútín gleðjist yfir taktík Trump
Fréttir
Í gær

Ljóst að ákvarðanir voru teknar að illa ígrunduðu máli – „Það er hagfræði andskotans og bakreikningurinn verður þungur“

Ljóst að ákvarðanir voru teknar að illa ígrunduðu máli – „Það er hagfræði andskotans og bakreikningurinn verður þungur“
Fréttir
Í gær

Vilja fund með lögreglustjóra vegna fimm ára tafa á kæru ÁTVR – „Hvað í ósköpunum geti skýrt þessa ótrúlegu töf“

Vilja fund með lögreglustjóra vegna fimm ára tafa á kæru ÁTVR – „Hvað í ósköpunum geti skýrt þessa ótrúlegu töf“