The Wall Street Journal segir að stjórn Trump sé að íhuga að gefa út forsetatilskipun sem muni leiða til fjöldauppsagna hjá Department of Health and Human Services sem er heilsu- og mannauðsdeild. Þetta myndi þýða að starfsfólk hjá Food and Drug Administration og hjá Centers for Disease Control and Prevention gæti misst starfið. Tilskipunin mun einnig ná til starfsfólks hjá Medicare and Medicaid sjúkratryggingunum.
Stofnanirnar sem gætu orðið fyrir barðinu á þessu sjá um fjölbreytta starfsemi, allt frá því að veita samþykki fyrir nýjum lyfjum til krabbameinsrannsókna og eftirlits með fuglaflensu.