fbpx
Laugardagur 15.febrúar 2025
Fréttir

Framkvæmdastjóri Colas ómyrkur í máli um íslenska vegakerfið – „Svo er sérfræðingurinn hissa á ástandinu“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. febrúar 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri malbikunarstöðvarinnar Colas, segir að vegakerfið okkar sé að hruni komið þar sem það vantar svo sárlega fé til að viðhalda því.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í aðsendri grein eftir Sigþór sem birtist á vef Vísis í morgun. Sigþór gerir viðtal Bylgjunnar við Ólaf Guðmundsson, sem titlaður hefur verið umferðaröryggissérfræðingur, að umtalsefni í grein sinni en Ólafur sagði í vikunni að ástand vega mætti rekja til fúsks hjá Vegagerðinni og óvandaðra vinnubragða verktaka sem sinna gatnagerð.

Þetta segir Sigþór að sé hreint ekki rétt því efni til vegagerðar sé fyrsta flokks og það er tryggt að það uppfylli allar kröfur. Þá sé öflugt eftirlit með verkefnum á vegum landsins.

„Þá má spyrja sig – hvers vegna er þá ástandið á vega og gatnakerfinu með slíkum eindæmum að sums staðar er nánast ófært venjulegum bílum og tjónstilkynningar hrannast upp ? Ástæðurnar eru nokkrar en ein sú allra stærsta og það er ekki hægt að líta framhjá henni lengur: Það vantar fé til viðhalds! Það vantar viðhaldspeninga!”

Vegakerfið að hruni komið

Sigþór segir í grein sinni að það hafi vantað fé til að halda við vegunum áratugum saman. „Það vantar svo sárlega að vegakerfið okkar er að hrynja,“ segir Sigþór og bætir við að það sé pólitískt sterkara og skemmtilegra fyrir stjórnmálamenn að leggja nýja vegi, byggja nýja brú og grafa ný göng.

„En að halda mannvirkjunum við, það er ekki eins gaman enda taka kjósendur ekki eins vel eftir því. Ja, kannski núna, þegar allt er að hruni komið.“

Sigþór gerir svo innviðaskýrslu Samtaka iðnaðarins sem kom út á dögunum að umtalsefni en í skýrslunni kemur fram að ástand innviða hér á landi hafi versnað. Í skýrslunni kemur fram að uppsöfnuð viðhaldsskuld í vegakerfinu sé á bilinu 265 til 290 milljarðar króna.

„Takk fyrir það“

Sigþór segir að nývirði, eða enduruppbyggingarkostnaður, núverandi vegakerfis sé 1200 milljarðar króna. Það þýði á mannamáli að værum við að byrja frá grunni myndi það kosta okkur 1200 milljarða að byggja allt vegakerfið okkar með sömu hönnun og lagt var upp með.

„Hér er tvennt að athuga: Við myndum væntanlega ekki leggja marga af þessum kílómetrum í vegakerfinu með upphaflegri hönnum því umferð hefur margfaldast og þungaflutningar enn meira síðan megnið af vegunum okkar voru hannaðir.

„Ennfremur hitt: Ef þú átt fasteign, segja sumir að eðlilegt sé að leggja 5% á ári til viðhalds. Að þannig þurfi á 20 árum að kosta stofnvirðinu til, svo eignin haldi verðgildi sínu. Í tilfelli vegakerfis okkar væru það þá um 60 milljarðar á ári. Er þetta kannski ofmat? Eigum við að miða við 2,5% og gefa okkur þá að vegirnir séu svo vandaðir að þeir hafi 40 ára líftíma? Við þyrftum þá að leggja til um 30 milljarða á ári í viðhald. En gerum við það?“

Sigþór segir að staðreyndin sé séu að um áratugaskeið hafi verið lagðir um tíu milljarðar króna í viðhald á vegakerfinu á ári.

„Já, um áratugaskeið! Mér reiknast þá til að stjórnmálamenn sem skammta viðhaldsfé á vegalögum telji að meðalvegur á Íslandi hafi 120 ára endingu. Takk fyrir það. Svo er Umferðaröryggissérfræðingurinn hissa á ástandinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Skotveiðimenn skiptast í fylkingar eftir ákvörðun Jóhanns Páls – „Þeir geta troðið þessu upp í rassgatið á sér“

Skotveiðimenn skiptast í fylkingar eftir ákvörðun Jóhanns Páls – „Þeir geta troðið þessu upp í rassgatið á sér“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gamli formaðurinn ánægður með Einar – „Hann er flestum stjórnmálamönnum fremri“

Gamli formaðurinn ánægður með Einar – „Hann er flestum stjórnmálamönnum fremri“
Fréttir
Í gær

Brimbrettafólk vann orrustuna en stríðinu um Þorlákshafnarhöfn er hvergi nærri lokið

Brimbrettafólk vann orrustuna en stríðinu um Þorlákshafnarhöfn er hvergi nærri lokið
Fréttir
Í gær

Segir fimm 12 ára drengi halda Breiðholtsskóla í heljargreipum

Segir fimm 12 ára drengi halda Breiðholtsskóla í heljargreipum