Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, skýrði frá þessu í samtali við Reuters. Hann sagði að úkraínskir hermenn hefðu hæft stjórnstöðina og fellt fjölda herforingja. Hann hefði fengið þær upplýsingar að líklega hefðu 20 herforingjar fallið, þar á meðal háttsettir rússneskir og norður-kóreskir hershöfðingjar.
Úkraínski herinn hafði áður skýrt frá því að flugherinn hefði gert árás á rússneska stjórnstöð nærri bænum Novoivanovkai Kursk.