fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Fréttir

Hugmynd Runólfs með Græna gímaldið vekur sterk viðbrögð – „Þetta er dónalegt Reykjavík þarf að fjarlægja mistökin sem gerð voru“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 13. febrúar 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Run­ólfur Ágústs­son, lögfræðingur og verk­efna­stjóri Þorps­ins, segir Græna gímaldið að Árskógum 2 í Reykjavík ekki þurfa að vera vandamál. Hann er með lausn sem sparað gæti borginni milljónir ef ekki milljarða.

„Stundum þykir mér sem umræðan miðist meira að vandamálum en úrlausnum. Þessi ágæta mynd sem ég stal af visir.is sýnir að úrlausnarefni varðandi Græna gímaldið er útsýni íbúa í sex íbúðum í fjölbýlishúsi Búseta.

Er ekki bara lausn að Borgin kaupi þessar sex íbúðir af Búseta og selji á opnum markaði til þeirra sem vilja kaupa nýjar, vandaðar og góðar íbúðir með slæmu útsýni á góðu verði?“

Segir Rúnólfur núverandi íbúa fá bara nýjar íbúðir hjá Búseta með betra útsýni.

„Þetta kostar borgina varla meira en 20 milljónir pr íbúð miðað við milljarðakostnað við aðrar lausnir…
Bara segi svona,“ segir Runólfur og taggar Einar Þorsteinsson og Heiðu Björg Hilmisdóttur í færslu sína á Facebook.

Heiða Björg svarar tagginu og segir „Fólkið sem býr þarna hefur áhyggjur af fleiri þáttum en útsýni. En kann að meta að það sé hugsað í lausnum!“

Fjölmargir tjá sig með og á móti hugmyndinni

Vel er tekið í og á móti hugmynd Runólfs í athugasemdum þar sem fjölmargir tjár sig.

„Þú ættir að fara í pólitík!“ segir Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur.

Bjarni Brynjólfsson fyrrum upplýsingastjóri borgarinnar segist íbúðirnar ekki fást á 20 milljónir, 70 milljónir væri nær lagi. Runólfur segist aðeins hafa verið að áætla afsláttinn. „Er ekki Runólfur að meina það tap, sem borgin gæti þurft að taka á sig á hverri íbúð?“ spyr þá Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Segir hann að lausn Runólfs gæti verið skynsamlegasta lausnin á málinu.

Bergsteinn Sigurðsson blaðamaður á RÚV er á sama máli og Runólfur og hefur verið lengi að hans sögn: „Ég bryddaði upp á þessu í umræðu með borgarfulltrúum fyrir mánuði.“

Segir prinsippmál að rífa húsið – Borgarstjórn og Hagar þurfi að bera ábyrgð

Kvikmyndagerðarmaðurinn Steingrímur Dúi Másson vill fara aðra leið til að minna borgarstjórn á ábyrgð sína: „Mér finnst prinsippmál að rífa skemmuna til að minna á og undirstrika að þetta er ekki í lagi.“ Runólfur svarar honum: „Eitt er að lágmarka tjón borgar og skattborgara á þessu, annað er að læra af ferlinu. Getur örugglega farið saman.“ 

Fleiri taka í sama streng og Steingrímur Dúi, segja að fjarlægja þurfi bygginguna, láta borgarstjórn bera ábyrgð og spyrja hvaða fordæmi sé verið að setja ef byggingin verður ekki fjarlægð

„Þetta er dónalegt Reykjavík þarf að fjarlægja mistökin sem gerð voru, og ekki seinna en strax.“

„Þetta snýst ekki eingöngu um þessa einu blokk, kæri Runólfur Ágústsson Margir eru á þeirri skoðun að þessi bygging setji svo slæman blett á umhverfi sitt (Breiðholt+Kóp) að hana verði bara að fjarlægja og það strax. Það hafi verið læðst aftan að öllum íbúum hverfisins með þessu ferlíki. Þannig skil ég málið.“

„Er eðlilegt að stórfyrirtæki fái að fara út yfir öll eðlileg mörk og greiða svo örfáum aðilum smáaura í bætur? Að allt sé hægt að kaupa? Hverskonar fordæmi væri verið að setja? Setja hagsmuni eins fyrirtækis fram yfir skipulag heils hverfis?“

Mér sýnist þetta reyndar vera 8 íbúðir. En þetta er engu að síður skásta lausnin. Svo þarf að moka út þessu liði hjá Borginni sem sá um að klúðra þessu. Það fólk má ekki koma nálægt borgarmálum framar.

Spyr hvort hönnun sé ekki heilbrigðismál

Andri Snær Magnason rithöfundur segir: „Er ekki einhver pæling að hönnun og útsýni sé heilbrigðismál og sá sem kaupir er ekki að „velja”. Nær kannski að breyta í geymslur.“ Runólfur svarar Andra og segir: „Jú, Borgin gæti líka gefið Búseta þessar íbúðir og leyst málið, myndi kosta aðeins meira en ekki mikið í stóra samhenginu. Annars eru mjög margar íbúðir í Reykjavík með mun minni birtuskilyrði en þessar, t.a.m. í elsta hluta borgarinnar þar sem margar íbúðir eru umkringdar hávöxnum friðuðum trjám sem taka af alla sólarbirtu.“  Andri Snær bendir Runólfi á að tré eru ekki veggir og birtir til staðfestingar orðum sínum mynd af Sundaborg sem byggð var árið 1971. „Tré eru tré eru ekki veggur. Svona gerðu menn veggi þegar við vorum ennþá menningarþjóð og samfélag. Sundaborg 1971.“

Segir íbúðirnar henta sem íbúðahótel

„Góð hugmynd, sjálfur hef ég stungið upp á að umræddar íbúðir og/eða húsið allt verði keypt af núverandi eigendum og breytt í íbúðahótel,“ segir Hermann Óskarsson prófessor við Háskólann á Akureyri. Annar tekur í sama streng og segir það henta vel fyrir stéttarfélag úti á landi að kaupa þær. „Útsýnið skiptir okkur engu máli í vikudvöl í borginni.“

Annar kemur með þá hugmynd að Hagar kaupi: „Væri ekki nær að Hagar keyptu íbúðirnar og byðu upp á þær sem starfsmannaíbúðir fyrir þá sem koma til með að starfa í kjötvinnslunni? Stutt að ganga þaðan í vinnuna.“

Enn sú hugmynd að íbúðir henti sjónskertum eða heyrnarskertum

Enn er sú hugmynd vinsæl að bjóða sjónskertum íbúðirnar, eins og græna gímaldið sé einungis lýðheilsuvandamál þegar kemur að sjón. Nokkrir segja þó einnig að finna verði lausn á málinu. Ítrekað hefur komið fram í fréttum að þungaflutningar munu aukast við bygginguna. Einnig kom fram að Hagar sóttu eftir hundruðum bílastæða fyrir starfsfólk sitt, en fengu færri en óskað var.

„Nkl, einn vinur minn úrræðagóður leggur til að borgin/ríkið kaupi umræddar íbúðir og úthluti þeim til sjónskertra. En málið er auðvitað að þegar upp koma vandamál þá þarf að leysa þau.“

„Það má líka selja íbúðirnar til Blindrafélagsins. En það er ekki vandamálið þegar skortur er á íbúðum. Vandamálið er mikill halli i stjórnsýslu borgarinnar. Lögbrot sem eru á ábyrgð embættismanna og stjórnmálamanna sem eiga að gæta hagsmuna borgaranna, en gera það ekki. Þarna er aðalskipulag brotið, byggingareglugerð brotin og kerfið viðurkennir brotin en axlar ekki ábyrgð.“

„Tækifæri fyrir blinda og heyrnarlausa.“

Fleiri hugmyndir

„Rífa norður enda skemmunnar, banna kjötvinnslu í húsinu, Rvk kaupi íbúðirnar af búseta er snúa að skemmunni og endurselji, skyldi eiganda skemmunnar til að fegra/lífga uppá ytra byrði hússins.“

„Þetta eru ágætis pælingar. Mér finnst alltaf líka að það mætti klæða þessa suðvesturhlið með einhvers konar gler/speglaáklæðningu sem fangaði sólarljósið og þá gæti jafnvel orðið bragur að þessari byggingu, ekki bara fyrir nágranna heldur líka hina sem keyra Reykjanesbrautina og reka upp stór augu og eru næstum keyrðir út af yfir óskapnaðinum. Sóun er slæm og það er engum til gagns að rífa þetta úr því sem komið er. En má ekki gera þetta aðeins fallegra?“

„Eða breyta enda gýmaldsins í glerbyggingu. Íbúðirnar eru ekki íbúðarhæfar, ekki einu sinni fyrir þá sem ekki hafa efni á öðru.“

„Er ekki einfaldast að taka svona hús einfaldlega í sundur og flytja það á annan stað þar sem það gengur ekki frá geðheilsu og annarri heilsu nágrannanna?“

Ég trompa þetta: Setja upp risaskjá sem þekur allan græna vegginn, stýripinna á svalirnar, 20.000 watta hátalara allt um kring og selja íbúðirnar svo á tvöföldu verði sem tölvuleik dauðans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kennari fékk nóg af umræðunni um verkföll og opinberaði launin – Feiknaviðbrögð komu á óvart

Kennari fékk nóg af umræðunni um verkföll og opinberaði launin – Feiknaviðbrögð komu á óvart
Fréttir
Í gær

Særindi og dramatík á Alþingi – Segir Sigurð Inga hafa verið leiddan í gildru

Særindi og dramatík á Alþingi – Segir Sigurð Inga hafa verið leiddan í gildru