fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Fréttir

Guðmundur varar Hafnfirðinga við: „Hvaða um­hverf­issinna dett­ur í hug að dæla snefilefnum sem eru ekk­ert annað en eit­ur und­ir íbúðarbyggð?“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. febrúar 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við meg­um ekki láta fjár­hags­lega hags­muni stór­fyr­ir­tækja og er­lendra fjár­festa ráða för án þess að tryggt sé að um­hverfið, sam­fé­lagið og börn­in okk­ar séu ekki í hættu.“

Þetta segir Guðmundur Víglundsson, tæknifræðingur og Hafnfirðingur, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar skrifar hann um áform Carbfix um að koma upp Coda Terminal á Völlunum í Hafnarfirði.

Vekur áleitnar spurningar

Um er að ræða afar umdeilt verkefni og hafa íbúar í Hafnarfirði látið til sín taka vegna málsins. Í stuttu máli gengur verkefnið út á að dæla miklu magni koltvísýrings í jörðu í Straumsvík og næsta nágrenni. Hafa íbúar lýst yfir áhyggjum sínum af óvissu varðandi verkefnið og hugsanlegra áhrifa á umhverfið.

Guðmundur segir að verkefnið hljómi eins og mikilvæg loftslagsaðgerð, en nýjar upplýsingar í málinu veki áleitnar spurningar um umfang verkefnisins, umhverfisáhrif og skort á gagnsæi í kynningu þess fyrir íbúum.

Varpa sprengju um Carbfix: Fyrirtækið sagt stefna að mun umfangsmeiri framkvæmdum en áður hefur komið fram

Vísar hann meðal annars í umfjöllun Heimildarinnar í janúar og segir að samkvæmt henni séu allt önnur áform hjá Carbfix varðandi Coda Terminal-verkefnið.

„Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um úr kynn­ing­ar­gögn­um Carbfix sem unn­in voru af banda­ríska bank­an­um Morgan Stanley fyr­ir vænt­an­lega fjár­festa árið 2023 kem­ur fram að sækja eigi um nýtt um­hverf­is­mat árið 2026 þar sem há­marks­magn á niðurdældu kol­díoxíði er ekki 3 millj­ón­ir tonna held­ur 4,8 millj­ón­ir tonna,“ segir Guðmundur og bætir við að í sömu fjár­festa­gögn­um komi fram að Coda Terminal í Hafnar­f­irði sé fyrsta af fjór­um sam­bæri­leg­um stöðvum sem Carbfix vill reisa á Íslandi. Verk­efni séu þegar í und­ir­bún­ingi í Þor­láks­höfn, Helgu­vík og hugs­an­lega á Húsa­vík.

Eru Íslendingar tilbúnir í þetta?

„Ef íbú­ar Hafn­ar­fjarðar samþykkja verk­efnið má bú­ast við að það verði notað sem for­dæmi fyr­ir önn­ur svæði. Spurn­ing­in er því ekki aðeins hvort Hafn­f­irðing­ar vilja þetta verk­efni í sínu bæj­ar­fé­lagi, held­ur hvort Íslend­ing­ar al­mennt séu til­bún­ir að samþykkja að millj­ón­um tonna af CO2 verði dælt niður í jörðina víðs veg­ar um landið.“

Segir Guðmundur að Carbfix hafi verið að reyna að leyna bæj­ar­stjórn og íbúa í Hafnar­f­irði því hver stærð Coda Terminal-verk­efn­is­ins er í raun.

„Ótti Hafn­f­irðinga er að raun­ger­ast þar sem draga á þá ákvörðun bæj­ar­stjórn­ar á lang­inn að leyfa íbú­um að kjósa, þar til niðurstaða Skipu­lags­stofn­un­ar ligg­ur fyr­ir. Nú liggja stjórn­end­ur Carbifix á bæn um að þeir fái já­kvætt um­hverf­is­mat og geti sagt Hafn­f­irðing­um að þeir séu ekki um­hverf­i­s­væn­ir ef þeir hafna verk­efni sem stuðlar að því að stöðva hlýn­un jarðar.“

Guðmundur hefur áður látið að sér kveða í umræðum um Coda Terminal og ítrekar hann spurningu sem hann hefur áður varpað fram: „Hvaða um­hverf­issinna dett­ur í hug að dæla snefil­efn­um sem eru ekk­ert annað en eit­ur und­ir íbúðarbyggð? Þá myndu þau aukast úr 15,6 tonn­um í 25 tonn á dag.“

Staðreyndum málsins leynt

Guðmundur bendir á að nota eigi gríðarlegt magn a grunn­vatni sem renn­ur frá Kaldár­botn­um und­ir hrauni að strönd­inni við Straums­vík og skap­ar eina af mik­il­væg­ustu aðstæðum fyr­ir hrygn­ing­ar­stöðvar í Faxa­fló­an­um. Nefnir hann að ferskvatn sé nú þegar ein mik­il­væg­asta auðlind fyr­ir líf á jörðinni. Þá bendir hann á að það magn rafmagns sem þarf í verkefnið sem og heita vatnið.

„Eitt það al­var­leg­asta í þess­um nýju upp­lýs­ing­um er að það er ekki ein­ung­is búið að leyna bæj­ar­stjórn staðreynd­um máls­ins, en hún hef­ur verið mjög hlynnt verk­efn­inu frá upp­hafi, held­ur er einnig reynt að af­vega­leiða alla umræðu gagn­vart íbú­um Hafn­ar­fjarðar. Við meg­um ekki láta fjár­hags­lega hags­muni stór­fyr­ir­tækja og er­lendra fjár­festa ráða för án þess að tryggt sé að um­hverfið, sam­fé­lagið og börn­in okk­ar séu ekki í hættu.“

Grein sína endar Guðmundur á þessum orðum:

„Íbúar Hafn­ar­fjarðar og aðrir lands­menn eiga rétt á hrein­skil­inni umræðu og skýr­um upp­lýs­ing­um áður en tek­in er ákvörðun sem get­ur haft áhrif á nátt­úru, sam­fé­lag og lífs­gæði þeirra um ókomna tíð. Hver ber ábyrgðina ef eitt­hvað fer úr­skeiðis? Carbfix tal­ar um vökt­un en hvað ger­ir vökt­un þegar skaðinn er skeður? Ger­um Ísland betra og ger­um það sam­an.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Oddur rifjar upp kvöldið þegar hann bugaðist: „Tárin runnu fram og ég mátti mín lítils“

Oddur rifjar upp kvöldið þegar hann bugaðist: „Tárin runnu fram og ég mátti mín lítils“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Nú er hart í ári – Rússar nota asna í fremstu víglínu

Nú er hart í ári – Rússar nota asna í fremstu víglínu
Fréttir
Í gær

Frumvarp lagt fram á Bandaríkjaþingi um nafnabreytingu Grænlands – „Rauð, hvít og bláland“

Frumvarp lagt fram á Bandaríkjaþingi um nafnabreytingu Grænlands – „Rauð, hvít og bláland“
Fréttir
Í gær

Ómar stefnir ríkinu og krefst þess að áminningar verði ógildar – Spurði dómara hvaða starfsmann hann ætti að reka

Ómar stefnir ríkinu og krefst þess að áminningar verði ógildar – Spurði dómara hvaða starfsmann hann ætti að reka