fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fréttir

Hver er hættan af Rússum? – „Ég tek hæfilegt mark á dönsku leyniþjónustunni“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 12. febrúar 2025 19:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri og ötull greinandi heimsmála, telur ólíklegt að Rússar hafi bolmagn til eða áhuga á að efna til stórstyrjaldar í Evrópu. Í greiningu leyniþjónustu danska hersins kemur fram að talin er hætta á stórstríði í Evrópu innan fimm ára.

Í frétt mbl.is um málið segir að Rússar gætu hervæðst og hafið stórstyrjöld í Evrópu innan fimm ára, fari svo að Úkraínustríðinu ljúki eða bardagar stöðvist. Er þetta mat leyniþjónustu danska hersins, For­sva­rets Ef­ter­retn­ing­stjeneste.

Leyniþjónustan segir þó að ekki sé yfirvofandi hætta á hernaðarárás á Danmörku á þessum tímapunkti. Segir hins vegar að Rúss­ar hafi sam­hliða stríðinu í Úkraínu hrint af stað mik­illi end­urupp­bygg­ingu og um­bót­um á her­sveit­um sín­um. Er talin hætta á því að Rússar geti ógnað NATO-ríkjum á næstu árum.

„Rússar hafa á þremur árum náð um 20% af Úkraínu. Ég hef aldrei haft trú á að Úkraína gæti sigrað Rússland á vígvellinum og ég hef heldur ekki trú á að Rússland hafi bolmagn í eða áhuga á stórstríði í Evrópu,“ segir Hilmar í viðtali við DV.

„Ég tek hæfilega mikið mark á leyniþjónustu Damnerkur. Danir hafa verið mjög hallir undir Bandaríkin, tekið þátt í stríði í Afganistan og Írak, keypt bandarísk vopn og stutt sjónarmið Bandaríkjanna í Úkraínu dyggilega. Nú eru það Bandaríkin sem ógna þeim á Grænlandi.“

Hilmar bendir á að þau lönd sem eru næst Rússlandi hafi aukið mest framlög sín til hernaðarmála. Lönd fjarri Rússlandi í Evrópu hafi hins vegar minni áhyggjur af rússneskri innrás:

„Þessi skýrsla styður hinsvegar það viðhorf að nú þurfi öll aðildarríki NATO að undirbúa sig undir stórstríð og Trump nefnir 5% af vergri landsframleiðslu á ári fyrir öll aðildarríkin. Risafjárhæðir, um 220 milljarðar á ári, bara fyrir Ísland. Mest af þessum vopnum myndu koma frá Bandaríkjunum. Þau lönd sem eru að nálgast 4 til 5% að vergri landsframleiðslu eru með landamæri við Rússland eða Úkraínu en þau lönd sem eru fjær eru með lægri útgjöld sem segir mér að þau óttast ekki árás frá Rússlandi. Sovétríkin og nú Rússland vill hafa hlutlaust svæði milli sín og Vesturlanda og það er ekki ný saga. Bandaríkin vilja ekki stórveldi í neinni nálægð við sig, meira að segja einhver umsvif Kína í Panama leiða til hótana um Panamaskurðinn.

Lönd með landamæri við Rússland auka útgjöld sín mest. Þetta eru Eystrasaltsríkin og Pólland. Eistland og Lettland eru með austur-landamæri við Rússland og Litáen og Pólland með landamæri við Kaliningrad, sem er hluti af Rússlandi.“

Kenningar um skjól af stórveldi halda ekki

Hilmar segir að kenningar um að smáríki geti verið í skjóli stórveldis sem tryggi hagsmuni smáríkisins og varnir ekki endilega halda vatni.

„Bæði Ísland og Danmörk eru með varnarsamning við Bandaríkin sem á að veita skjól í öryggismálum. En skjólið nýtist ekki ef þjóðaröryggishagsmunir stórveldisins og smáríkisins eru ólíkir. Þjóðaröryggishagsmunir Íslands og Bandaríkjanna fara saman og þess vegna eru engar sérstakar deilur á milli landanna. Aftur á móti fara þjóðaröryggishagsmunir Bandaríkjanna og Danmerkur nú ekki saman. Bandaríkin vilja yfirráð og eignahald á Grænlandi vegna sinna þjóðaröryggishagsmuna en Danir standa á móti. Þess vegna virkar öryggisskjólið ekki fyrir Dani nú. Það er gamla sagan. Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini.“

Hilmar segir að Baldur Þórhallsson, prófessor í HÍ, haldið haldið stórveldaskjólskenningum á lofti. Hilmar er hins vegar ekki sammála þeim. „Ég held hinsvegar að stórveldi hugsi fyrst og fremst um sína þjóðaröryggishagsmuni og virði alþjóðasamninga og lög ef það þjónar þeirra þjóðaröryggishagsmunum, annars ekki. Við erum að sjá þetta nú í samskiptum Bandaríkjanna við smærri aðildarríki NATO sem líka hafa tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Elliði birtir sláandi tölvupóst sem hann fékk – „Skammastu þín helvítis draslið þitt“

Elliði birtir sláandi tölvupóst sem hann fékk – „Skammastu þín helvítis draslið þitt“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lenda í vanskilum vegna Þórkötlu – Margir sagðir íhuga stöðu sína

Lenda í vanskilum vegna Þórkötlu – Margir sagðir íhuga stöðu sína
Fréttir
Í gær

„Það er hörmu­legt til þess að vita að þetta sé búið að ganga svona í mörg ár“

„Það er hörmu­legt til þess að vita að þetta sé búið að ganga svona í mörg ár“
Fréttir
Í gær

Rússneskur tónlistarmaður „datt út um glugga“ þegar hrottar Pútíns komu í heimsókn

Rússneskur tónlistarmaður „datt út um glugga“ þegar hrottar Pútíns komu í heimsókn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður aðstoðaður við Fardagafoss

Ferðamaður aðstoðaður við Fardagafoss
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Hann snýr sér við og nær þessari einu stungu á versta stað“

„Hann snýr sér við og nær þessari einu stungu á versta stað“