fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fréttir

Helga Vala harðorð – „Einstaklingum sem falið er að aka yfir fjallvegi með atkvæði getur dottið í hug að „sleppa” einum kjörkassa“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 12. febrúar 2025 18:00

Í tveimur alþingiskosningum í röð hafa komið upp vandræði með talningu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingar, fer hörðum orðum um Landskjörstjórn eftir að atkvæði gleymdust í þingkosningunum fyrir áramót. Kjörstjórnin firri sig ábyrgð og því skapi það aðstæður til að flutningafólk freistist til að „sleppa“ einum og einum kjörkassa.

„Það gerðist aftur,“ segir Helga Vala í aðsendri grein á Vísi. Á hún þá við að mistekist hafi að tryggja framkvæmd alþingiskosninganna árið 2024, líkt og gerðist árið 2021.

Í greininni rifjar Helga Vala upp að kjörtímabilið hafi hafist með brambolti vegna þess að talning í Norðvesturkjördæmi hafi ekki farið fram eins og lög gera ráð fyrir. Þingmannarúlletta hófst sem endaði með því að málið endaði fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. En þar var kveðinn upp dómur í apríl síðastliðnum.

„Það er brot á Mannréttindasáttmála Evrópu að haga málum á þá leið að Alþingismenn ákveði sjálfir hvort kosningar séu lögmætar. Um er að ræða alvarlegan galla á lýðræðiskerfi okkar sem við verðum að bregðast við,“ segir Helga Vala og vitnar í orð þáverandi forsætisráðherra, Bjarna Benediktssonar, um að Ísland hefði „ágætis tíma til að vinna úr þessu.“

Bárust eftir talningu

Engu að síður hafi aftur orðið ágallar á framkvæmd kosninganna sem haldnar voru eftir að fyrri ríkisstjórn var slitið.

„Við framkvæmdina varð þeim stjórnvöldum, sem með kosningalögum er falið að taka á móti atkvæðum og koma þeim til skila, á mistök sem fyrir liggur að gátu haft áhrif á kjör þingmanna til Alþingis,“ segir Helga Vala og á við þegar 25 utankjörfundaratkvæði úr Kópavogi, 6 úr Mosfellsbæ og 11 úr Hafnarfirði bárust eftir að talningu lauk. Hafi þetta í öllum tilvikum verið atkvæði sem hafði verið skilað til þar til bærra stjórnvalda sem lögum samkvæmt eiga að koma þeim til skila.

Kassi sem átti að fara norður

En þetta var ekki búið. Síðar í desember hafi borist heill kjörkassi frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu sem átti að fara í talningu í Norðausturkjördæmi. Ekki hefur verið greint frá því hversu mörg atkvæði voru í honum.

„Aftur var skipuð undirbúningsnefnd á Alþingi og síðar kjörbréfanefnd sem blessaði framkvæmdina og meirihluti Alþingis kaus með kjörgengi og framkvæmd kosninga sem tryggði þeim sæti á Alþingi,“ segir Helga Vala. „Þetta gerðist þrátt fyrir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu frá apríl sl. enda hafa hvorki stjórnvöld né Alþingi gert reka að því að lagfæra lagabókstafinn og þar með framkvæmdina.“

Tvö eða þrjú atkvæði

Bendir hún á að afar lítið þurfi til þess að hreyfa við jöfnunarmannahringekjunni. Í sumum tilvikum aðeins tvö eða þrjú atkvæði. Hugsanlega fáum við aldrei að vita hversu mörg atkvæði voru í kjörkassanum sem átti að fara norður en kjósendur voru í góðri trú þegar þeir skiluðu atkvæðunum inn.

Sjá einnig:

Klúður í Kópavogi:12-15 atkvæði skiluðu sér ekki inn til talningar

„Þegar fulltrúi Landskjörstjórnar kom fram eftir kosningar og tilkynnti að þetta væri á ábyrgð kjósandans sjálfs, skv. lögum, hvaða skilaboð var þá Landskjörstjórn og síðar Alþingi að senda landsmönnum og stjórnvöldum sem annast framkvæmd kosninga? Hvaða fordæmi er þarna verið að gefa?“ spyr Helga Vala og segir að alla tíð hafi kjörkössum verið ekið, flogið og siglt á talningarstaði. „Með ákvörðun sinni hafa Landskjörstjórn og Alþingi Íslendinga nú gefið það út að ábyrgð þeirra stjórnvalda sem bera atkvæðin á milli er engin, heldur alfarið kjósandans sem skilaði atkvæði sínu á þar til bæran stað. Við höfum í raun sett það fordæmi að þeim einstaklingum sem falið er að aka yfir fjallvegi með atkvæði getur dottið í hug að „sleppa” einum kjörkassa ef vitað er að sú kjördeild er höll undir einn eða annan flokk, frambjóðanda í einstaklingskjöri eða stefnu. Stjórnvaldið ber enga ábyrgð, atkvæði verða ekki talin aftur og kosningar ekki endurteknar.“

Verða að bregðast við

Að mati Helgu Völu verður Alþingi að bregðast við því framkvæmd kosninga er spegilmynd hvers lýðræðisríkis. Gantast sé með það í alræðisríkjum að það skipti ekki máli hvernig kosið sé heldur hvernig talið sé upp úr kössunum. Þetta sé rétt og hún hafi sjálf orðið þess áskynja í kosningaeftirliti á erlendri grundu.

„Ef Alþingi Íslendinga ætlar ekki að skaða lýðræðislegar kosningar á Íslandi til frambúðar þá verður að taka alvarlega þær ábendingar Mannréttindadómstóls Evrópu frá síðasta ári og ekki síður þá augljósu handvömm sem íslensk stjórnvöld bera ábyrgð á í síðustu tvennum alþingiskosningum,“ segir hún að lokum. „Með því að rýra tiltrú kjósenda á getu stjórnvalda til að standa með fullnægjandi hætti að framkvæmd kosninga má ætla að kosningaþátttaka minnki vegna vantrausts kjósenda. Það yrði verulega skaðlegt lýðræðinu og í framhaldinu almenningi á Íslandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Lenda í vanskilum vegna Þórkötlu – Margir sagðir íhuga stöðu sína

Lenda í vanskilum vegna Þórkötlu – Margir sagðir íhuga stöðu sína
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Trump er svo fljótur að ráðgjafar hans ná ekki að fylgja honum – Misstu andlitið við þessa tilkynningu hans

Trump er svo fljótur að ráðgjafar hans ná ekki að fylgja honum – Misstu andlitið við þessa tilkynningu hans
Fréttir
Í gær

Kennari fékk nóg af umræðunni um verkföll og opinberaði launin – Feiknaviðbrögð komu á óvart

Kennari fékk nóg af umræðunni um verkföll og opinberaði launin – Feiknaviðbrögð komu á óvart
Fréttir
Í gær

Særindi og dramatík á Alþingi – Segir Sigurð Inga hafa verið leiddan í gildru

Særindi og dramatík á Alþingi – Segir Sigurð Inga hafa verið leiddan í gildru
Fréttir
Í gær

Rússneskur tónlistarmaður „datt út um glugga“ þegar hrottar Pútíns komu í heimsókn

Rússneskur tónlistarmaður „datt út um glugga“ þegar hrottar Pútíns komu í heimsókn
Fréttir
Í gær

„Ég hef eldað fyrir tugþúsundir manna og þetta hefur aldrei gerst áður“

„Ég hef eldað fyrir tugþúsundir manna og þetta hefur aldrei gerst áður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Hann snýr sér við og nær þessari einu stungu á versta stað“

„Hann snýr sér við og nær þessari einu stungu á versta stað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu