fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fréttir

Fjölskylda Ástu veiktist á þorrablótinu á Borg – Segir veisluþjónustuna enga ábyrgð taka – „Gaslýsingar hans í garð gestanna halda svo áfram í fjölmiðlum“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 12. febrúar 2025 16:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var svo heppin að veikjast ekki en ég fylgdist með börnunum mínum fara í gegnum það helvíti sem matareitrun er og eftir það sem hefur verið básúnað í blöðunum undanfarið þá verður maður bara reiðari og reiðari,“

segir Ásta Þórdís Skjalddal varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins um matareitrun fjölskyldu hennar eftir þorrablót í Grímsnesi.

Ásta segir fjölskylduna hafa farið á þorrablót á Borg í Grímsnesi föstudaginn 31. janúar síðastliðinn þar sem hún skemmti sér vel í góðum félagsskap.

„Eftirköstin voru hins vegar ekki af skemmtilegra taginu fyrir hluta fjölskyldunnar þegar 9 af 14 manna hópi veiktust.

Mér varð ljóst undir morgun að um matareitrun var að ræða og beið róleg allan fyrripart laugardags eftir að umræða um veikindin kæmi fram á síðu sveitarfélagsins til að ræða hvernig ætti að bregðast við,“

segir Ásta í færslu í Facebook. 

Stofnaði sjálf til umræðu um málið – Ekkert heyrðist frá sveitarfélaginu

Ásta segir að á meðan fjölskyldan beið fregna þá hafi hún tilkynnt fyrstu veikindin til MAST (Matvælastofnunar). Hún hafi einnig sjálf sett af stað umræðu um málið auk þess sem hún bjó nokkrum dögum seinna til könnun sem 107 blótsgestir tóku þátt í að svara.

„Reyndust 53% þeirra sem svöruðu hafa veikst.

Blótsnefndin brást skjótt við þennan laugardag eftir að umræðan var komin af stað og í gang fór ákveðið ferli.“

Mbl.is var fyrstur miðla til að fjalla um veikindin, í frétt sunnudaginn 2. febrúar kom fram að tug­ir gesta sem sóttu þorra­blót ung­menna­fé­lags­ins Hvat­ar í Gríms­nes- og Grafn­ings­hreppi hafa veikst og eru veik­ind­in þess eðlis að grun­ur er um mat­ar­borna sýk­ingu. Það hef­ur þó ekki verið staðfest.

Sjá einnig: Að minnsta kosti 50 veikir eftir þorrablót

Segir engan hafa viljað finna sökudólg fyrst þegar veikindin komu upp

Ásta rekur í færslu sinni að á laugardagskvöldinu urðu enn frekari veikindi þegar þorrablótsgestir í Þorlákshöfn veiktust eftir að hafa borðað sama mat frá sama aðila en alls tilkynntu formlega 140 manns um veikindi til MAST frá þessum tveimur þorrablótum þó vitað sé að mun fleiri veiktust.

„Ekkert okkar álasaði neinum vegna veikindana á þessum tíma.

Svo fór veitingaaðilinn af stað í einhverskonar ófrægingarherferð gegn þeim sem veiktust, væntanlega með skaðaminnkun fyrir sig í huga.

Ég reikna ekki með að vilja skipta við Veisluþjónustu Suðurlands aftur einfaldlega vegna þess hvernig eigandi hefur komið fram í fjölmiðlum!“ segir Ásta.

„Hvers vegna? Vegna þess að:

Hefði hann verið auðmjúkur í byrjun hefði enginn álasað honum þar sem við vitum að það er áhætta fyrir hendi með viðkvæm matvæli en hann byrjaði strax með gaslýsingar (að við værum með pest, ekki matareitrun) og síðan þá hefur hann stýrt fréttaflutningi og stýrt honum sér í hag.“

Hefur kynnt sér gögn málsins og segir staðreyndirnar vera svona

Ásta segir að eftir upplifun hennar og eftir lestur allra gagna sem fyrir liggja þá liggi staðreyndir málsins svona fyrir eins og þær koma henni fyrir sjónir:

„Ekkert starfsleyfi!

Fyrirtækið var virkt og starfandi en skipti síðan um eigendur í einhverskonar fléttu og virðist ekki hafa haft starfsleyfi eftir það.

Frávik gerast varla alvarlegri en það að starfa án starfsleyfis!

Aðstaða til handþvotta var ófullnægjandi!

Það er ekki minniháttar frávik. Handþvottur í atvinnueldhúsi er ekki bara grundvallaratriði í matargerð heldur einnig grundvallaratriði til að fá starfsleyfi.

Verkferlar voru ekki í lagi!

Sem getur verið allt frá einhverju smávægilegu upp í eitthvað lífshættulegt, það er jú þess vegna sem svona starfsemi er eftirlitsskyld.

Tvenns konar bakteríumengun fannst!

MAST greindi E-coli í báðum gerðum sviðasultunnar auk þess sem Bacillus cereus fannst í svínasultunni og væntanlega hefur orðið einhver krossmengun með notkun áhalda í kjölfarið.

Ekki náðist sýni af því sem flestir töldu sig hafa veikst af!

Ekki náðust sýni af uppstúfinu

(uppstúfnum fyrir þá sem ekki eru að vestan)

þar sem búið var að henda afgangnum þegar MAST mætti á staðinn – svo ekki er hægt að sanna eða afsanna að það hafi verið mengað.

Matvara í órofnum umbúðum var án mengunar!

Því er staðfest að mengunin sjálf varð í meðförum kokksins og/eða aðbúnaði hans.

Tilviljun eða gáleysi?

Hvort það var tilviljun eða hreint gáleysi að maturinn mengaðist af tvenns konar bakteríum skýrist kannski aldrei en miðað við hve margt var í ólagi og hvernig hann hefur snúið umfjölluninni upp í að hann sé fórnarlambið í stöðunni en ekki þeir sem veiktust þá finnst mér það litlu máli skipta – ábyrgðin er hans.

Hann valdi að selja mat án starfsleyfis!

Hann starfaði án fullnægjandi handþvottaaðstöðu,

hann bar ábyrgð á því að kælikeðja rofnaði,

hann valdi að gefa Þorlákshafnarnefndinni rangar upplýsingar,

hann valdi fórnarlambshlutverkið sem skaðaminnkun fyrir sig og fyrirtæki sitt og kennir nú öllu frá mold, yfir í þá sem veiktust um það sem gerðist.

Það er sitt hvað að bera ábyrgð á og axla ábyrgð!

Hann hefur ekki sýnt neinn vilja til að axla ábyrgð á starfseminni.

Háar heildargerlatölur úr sýnatöku sýna fram á að kælingu var mjög ábótavant og alltof lengi.

Kælikeðja matvaranna rofnaði sem þýðir að meðferð matvælanna var ábótavant við vinnslu/flutning og gerði bakteríunum kleift að fjölga sér nógu mikið og lengi til að verða hættulegar!

„Niðurstöður benda til að meðferð matvælanna hjá Veisluþjónustunni hafi verið ábótavant”

Þó að flestir séu orðnir góðir af matareitruninni þá kostaði hún mikla vanlíðan hjá þeim sem veiktust, auk vinnutaps hjá flestum þeirra.

Svo má ekki gleyma því að það er lítill hópur fólks með skert ónæmiskerfi fyrir, og er því enn að glíma við eftirköst af þessari matareitrun sem gæti tekið toll af þeim í einhverja mánuði til viðbótar.”

Segir eiganda Veisluþjónustunnar gaslýsa atvikið

Enn er gaslýst…

Gaslýsingar hans í garð gestanna halda svo áfram í fjölmiðlum:

„Svo eru gestirnir í misjafnlega góðu ástandi að meðhöndla óvarin matvælin og áhöld” og nánast sagt berum orðum að skítugir, fullir bændur geti bara sjálfum sér um kennt.

Ég tek það fram að ég þekki þennan mann ekki neitt en framkoma hans í þessu máli öllu er skólabókardæmi um hvernig á ekki að koma fram við fólk,“ segir Ásta.

Í færslu sinni vísar Ásta í grein Sunnlenska þar sem rætt er við Árn Bergþór Hafdal Bjarnason, eiganda Veisluþjónustu Suðurlands, sem sá um veitingarnar á blótunum tveimur.

„Staðreyndirnar sem ég tiltek hér koma frá MAST og eins og þið sjáið sjálf stangast þar ýmislegt á,” segir Ásta.

Eigandinn segir öllum hlaðborðum fylgja áhætta

Árni segir í viðtalinu að öllum hlaðborðum fylgi áhætta, sérstaklega þar sem matvæli eru flutt á milli staða í allskonar aðstæður og látin standa á borði í töluverðan tíma utan kælis.

„Þorrablót eru yfirleitt þannig að hlaðborðið þarf að vera klárt áður en gestir byrja að koma, klukkutíma fyrir borðhald og borðhaldið sjálft tekur um tvær klukkustundir. Það þýðir að maturinn þarf að standa úti á borði í rofinni kælikeðju í að algjöru lágmarki þrjár klukkustundir. Ofan á það eru gestirnir í misjafnlega góðu ástandi að meðhöndla óvarin matvælin og áhöld.“

Árni segir ekki liggja fyrir hvað fór úrskeiðis: „Hlaðborðið var sýkt, en það hefur í raun ekkert verið vísindalega staðfest um hvað nákvæmlega fór úrskeiðis og hver uppruninn er og það mun aldrei liggja 100% fyrir. Það virðist ekki vera neinn einn sökudólgur sem hægt er að benda á og því má ætla til að hlaðborðið hafi krossmengast af þessari erfiðu bakteríu.“

Hann segir fjölmiðla hafa málað atvikin svartri mynd og málið allt dýrkeyptan skóla.

„Þetta er búinn að vera mjög dýr skóli sem ég hef goldið fyrir með mannorði, förgun matvæla, ógreiddum reikningum og hundruðum gesta í töpuðum veislum eftir umtalið. Já, þetta er dýr skóli, en líka mögulega verðmætasti skóli sem hægt er að fá, þú mátt alveg trúa því að héðan í frá mun hvergi vera öruggara að borða heldur en hjá okkur, þar sem búið er að tryggja alla fyrirbyggjandi verkferla með belti og axlaböndum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Trump er svo fljótur að ráðgjafar hans ná ekki að fylgja honum – Misstu andlitið við þessa tilkynningu hans

Trump er svo fljótur að ráðgjafar hans ná ekki að fylgja honum – Misstu andlitið við þessa tilkynningu hans
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Zelenskyy segir að friðargæslulið í Úkraínu án bandarískra hermanna yrði „stór mistök“

Zelenskyy segir að friðargæslulið í Úkraínu án bandarískra hermanna yrði „stór mistök“
Fréttir
Í gær

Særindi og dramatík á Alþingi – Segir Sigurð Inga hafa verið leiddan í gildru

Særindi og dramatík á Alþingi – Segir Sigurð Inga hafa verið leiddan í gildru
Fréttir
Í gær

„Að sleppa frá ofbeldi ætti að marka upphaf nýs lífs, ekki nýja martröð“

„Að sleppa frá ofbeldi ætti að marka upphaf nýs lífs, ekki nýja martröð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær ekki hærri bætur eftir að hafa verið bendluð við átök bræðra

Fær ekki hærri bætur eftir að hafa verið bendluð við átök bræðra