fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Fréttir

Vara sænska hermenn við

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. febrúar 2025 06:30

Sænskir hermenn að störfum. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Engir farsímar, engar ferðir út fyrir herstöðina og bara tveir bjórar. Þetta eru þær takmarkanir sem 500 sænskir hermenn, sem eru nýkomnir til liðs við herdeild NATÓ í Lettlandi, verða að sætta sig við.

Vladímír Pútín og hans fólk er sagt hafa sérstaklega mikinn áhuga á Svíunum sem taka nú í fyrsta sinn þátt í verkefni af þessu tagi á vegum NATÓ.

Expressen skýrir frá þessu og segir að þar sem þetta sé fyrsta verkefni Svía af þessu tagi eftir inngönguna í NATÓ, þá hafi rússneska leyniþjónustan sérstaklega mikinn áhuga á þeim. Byggir miðillinn þetta á hættumati sem var unnið af leyniþjónustu sænska hersins. Í henni kemur fram að sænsku hermennirnir og það sem þeir gera, sé eitthvað sem rússneska leyniþjónustan muni hafa áhuga á.

Sænska herdeildin, sem er í Lettlandi, hefur áður starfað í Afganistan og Malí og eru hermennirnir að sögn vanir hættunum sem steðja að þeim frá erlendum leyniþjónustum. „En hér glímum við við enn betri leyniþjónustu,“ sagði Marcus Nilsson, upplýsingafulltrúi herdeildarinnar, í samtali við Expressen.

Af þessum sökum hafa yfirmenn herdeildarinnar ákveðið að grípa til aðgerða til að draga úr hættunni á að rússneskir útsendarar hafi uppi á sænsku hermönnunum og/eða fái þá til að ganga til liðs við Rússa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hversu oft má nota bökunarpappír?

Hversu oft má nota bökunarpappír?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Hollendingar nappaðir í Leifsstöð

Tveir Hollendingar nappaðir í Leifsstöð