fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Fréttir

„Það er hörmu­legt til þess að vita að þetta sé búið að ganga svona í mörg ár“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. febrúar 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir að staðan sem uppi er í Breiðholtsskóla sé mjög alvarleg. Það sé grunnforsenda náms að börnum líði vel í skólanum og finni til öryggis.

Þetta segir Salvör í viðtali við Morgunblaðið í dag en í gær fjallaði blaðið um ógnarástand sem uppi er í Breiðholtsskóla vegna hóps nemenda sem beitt hafa önnur börn í skólanum einelti og ofbeldi. Ræddi blaðið meðal annars við foreldra nokkurra barna um stöðuna.

Sjá einnig: Ógnarástand í Breiðholtsskóla:„Það eina sem dóttir mín er að læra núna er að vera þolandi ofbeldis“

„Það eina sem dóttir mín er að læra núna er að vera þolandi ofbeldis,“ sagði til dæmis Hermann Austmar sem á dóttur í umræddum árgangi sem er á miðstigi. Hún hefur orðið fyrir alvarlegu líkamlegu og andlegu ofbeldi í skólanum, verið tekin hálstaki og sparkað í andlit hennar. Þetta hafi gert það að verkum að hún á erfitt með að læra og meðtaka nýjar upplýsingar frá kennaranum.

„Börn eru lamin í frímínútum. Það er ekkert eðlilegt við það að það séu búnar að vera nokkrar hópaárásir í þessum árgangi,“ sagði Hermann sem gagnrýndi úrræðaleysi skólans. Tóku aðrir foreldrar í sama streng.

Salvör segir að erfitt hafi verið að lesa umfjöllunina í gær en því miður komi reglulega inn erindi er varða ofbeldi í grunnskólum.

„Við erum meðvituð um að það er vandi sums staðar. Það vant­ar úrræði og það er bið eft­ir marg­vís­legri þjón­ustu. Þetta mál virðist vera birt­ing­ar­mynd þessa vanda,“ seg­ir Sal­vör við Morgunblaðið og bætir við að ef ekki sé hægt að leysa mál innan skóla beri sveitarfélaginu að grípa inn í.

„Það er hörmu­legt til þess að vita að þetta sé búið að ganga svona í mörg ár. Þessi staða er mjög al­var­leg. Það er grunn­for­senda náms að börn­um líði vel í skól­an­um og finni til ör­ygg­is,“ segir Salvör Nordal í umfjöllun blaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hversu oft má nota bökunarpappír?

Hversu oft má nota bökunarpappír?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Hollendingar nappaðir í Leifsstöð

Tveir Hollendingar nappaðir í Leifsstöð