fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Fréttir

Segja Íslending stórslasaðan á Pattaya

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 11. febrúar 2025 17:30

Maðurinn var fluttur á sjúkrahús.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tælenskir fjölmiðlar greina frá því að íslenskur ferðamaður hafi lent í slysi í borginni Pattaya á fimmtudag. Hafi hann fengið töluverða áverka á höfði eftir að hafa fallið beint á andlitið á járn sem stóðu upp úr gangstétt.

Greint er frá slysinu í Pattaya News, Khaosod og fleiri tælenskum miðlum.

Atvikið átti sér stað í miðborg Pattaya aðfaranótt fimmtudags, um klukkan 1:00 um nóttina, á gangstétt við götu sem kölluð er 2nd Road. Sjúkraliðar komu á vettvang eftir að tilkynning barst um illa haldinn mann á gangstéttinni. Blæddi mikið úr andliti mannsins og var gert að sárum hans á staðnum áður en hann var fluttur á spítala.

Ferðamaðurinn sagðist hafa verið á göngu og rekið fótinn í ræsisop, sem hafi verið falið undir laufi, með þeim afleiðingum að hann féll fram fyrir sig. Nálægt voru hættulegir málmstautar sem stóðu upp í loftið eftir að ljósastaur hafði verið fjarlægður.

Málið hefur vakið athygli á ótryggum aðstæðum á gangstéttum víða í Pattaya og Tælandi. Segja heimamenn að slæmt ástand gangstéttanna hafi verið viðvarandi vandamál árum saman.

„Við höfum séð marga ferðamenn slasast hérna,“ sagði einn heimamaður í viðtali við Khaosod. „Þessar aðstæður eru að skaða orðspor Pattaya sem ferðamannastaðar. Við þurfum að laga þetta áður en einhver slasast alvarlega,“ sagði einn verslunareigandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stefán Einar jós skömmum yfir kennara en var tekinn á teppið – „Eins og ofvirkur illa uppalinn skólastrákur“

Stefán Einar jós skömmum yfir kennara en var tekinn á teppið – „Eins og ofvirkur illa uppalinn skólastrákur“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Trump vill fá úkraínskar náttúruauðlindir í staðinn fyrir hernaðaraðstoð – Verður að hafa hraðar hendur

Trump vill fá úkraínskar náttúruauðlindir í staðinn fyrir hernaðaraðstoð – Verður að hafa hraðar hendur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þess vegna ættirðu alls ekki að naga neglurnar – Sjáðu myndbandið

Þess vegna ættirðu alls ekki að naga neglurnar – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Stefán Einar hafa komið í veg fyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks í borginni – Stefán svarar fullum hálsi

Össur segir Stefán Einar hafa komið í veg fyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks í borginni – Stefán svarar fullum hálsi