fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Varalesari rýnir í hvað Taylor Swift sagði eftir baulið

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. febrúar 2025 08:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift var steinhissa í gærkvöldi þegar áhorfendur á Ofurskálinni, Super Bowl, bauluðu á hana þegar myndavélarnar beindust að henni.

Swift var mætt á Ceasars Superdome-leikvanginn í New Orleans í gærkvöldi til að horfa á sinn heittelskaða, Travis Kelce, sem spilar með Kansas City Chiefs, etja kappi við Philadelphia Eagles. Eagles vann öruggan sigur, 40-22, og sá lið Chiefs aldrei til sólar.

Þegar myndavélarnar á vellinum beindust að Swift bauluðu áhorfendur á hana og virtist það koma henni í opna skjöldu.

Sjá einnig: Donald Trump óvæginn:„Sú eina sem átti verra kvöld en Chiefs var Taylor Swift“

Mail Online fékk varalesarann NJ Hickling til að rýna í hvað Swift sagði þegar baulið tók að heyrast: „Aww what, what‘s going on?“ mun Swift hafa sagt, eða einfaldlega: „Hvað er í gangi?“

Eins og við greindum frá í morgun sá Donald Trump ástæðu til að skjóta á Swift, en forsetanum var ákaft fagnað þegar myndavélarnar beindust að honum.

„Sú eina sem átti verra kvöld en Kansas City Chiefs var Taylor Swift. Hún var PÚUРút af vellinum. MAGA er miskunnarlaust,“ sagði hann á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, og vísaði í einkennisorð sín MAGA, eða Make America Great Again.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Ásthildur Lóa: „Við erum löngu hætt að gera ráð fyrir réttlæti hjá íslenskum dómstólum”

Ásthildur Lóa: „Við erum löngu hætt að gera ráð fyrir réttlæti hjá íslenskum dómstólum”
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Alfreð Erling sýknaður – Gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun

Alfreð Erling sýknaður – Gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Hinn látni millifærði milljónir á árásarmennina

Manndrápsmálið: Hinn látni millifærði milljónir á árásarmennina
Fréttir
Í gær

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag
Fréttir
Í gær

Harpa segir sundrungu ríkja innan VR og skýtur föstum skotum á sitjandi formann

Harpa segir sundrungu ríkja innan VR og skýtur föstum skotum á sitjandi formann
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Þrír taldir vera höfuðpaurar í málinu

Manndrápsmálið: Þrír taldir vera höfuðpaurar í málinu