fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
Fréttir

Varalesari rýnir í hvað Taylor Swift sagði eftir baulið

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. febrúar 2025 08:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift var steinhissa í gærkvöldi þegar áhorfendur á Ofurskálinni, Super Bowl, bauluðu á hana þegar myndavélarnar beindust að henni.

Swift var mætt á Ceasars Superdome-leikvanginn í New Orleans í gærkvöldi til að horfa á sinn heittelskaða, Travis Kelce, sem spilar með Kansas City Chiefs, etja kappi við Philadelphia Eagles. Eagles vann öruggan sigur, 40-22, og sá lið Chiefs aldrei til sólar.

Þegar myndavélarnar á vellinum beindust að Swift bauluðu áhorfendur á hana og virtist það koma henni í opna skjöldu.

Sjá einnig: Donald Trump óvæginn:„Sú eina sem átti verra kvöld en Chiefs var Taylor Swift“

Mail Online fékk varalesarann NJ Hickling til að rýna í hvað Swift sagði þegar baulið tók að heyrast: „Aww what, what‘s going on?“ mun Swift hafa sagt, eða einfaldlega: „Hvað er í gangi?“

Eins og við greindum frá í morgun sá Donald Trump ástæðu til að skjóta á Swift, en forsetanum var ákaft fagnað þegar myndavélarnar beindust að honum.

„Sú eina sem átti verra kvöld en Kansas City Chiefs var Taylor Swift. Hún var PÚUРút af vellinum. MAGA er miskunnarlaust,“ sagði hann á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, og vísaði í einkennisorð sín MAGA, eða Make America Great Again.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ógnarástand í Breiðholtsskóla: „Það eina sem dóttir mín er að læra núna er að vera þolandi ofbeldis“

Ógnarástand í Breiðholtsskóla: „Það eina sem dóttir mín er að læra núna er að vera þolandi ofbeldis“
Fréttir
Í gær

Fyrrum þingmaður vill leiða Siðmennt – „Trúfrelsið er lítils virði án tjáningarfrelsisins“

Fyrrum þingmaður vill leiða Siðmennt – „Trúfrelsið er lítils virði án tjáningarfrelsisins“
Fréttir
Í gær

Össur segir Stefán Einar hafa komið í veg fyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks í borginni – Stefán svarar fullum hálsi

Össur segir Stefán Einar hafa komið í veg fyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks í borginni – Stefán svarar fullum hálsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjögurra barna móðir meðal þeirra sem myrt voru í Örebro – „Hún vildi hjálpa öllum öðrum“

Fjögurra barna móðir meðal þeirra sem myrt voru í Örebro – „Hún vildi hjálpa öllum öðrum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún tekur slaginn við Áslaugu Örnu og Snorra

Guðrún tekur slaginn við Áslaugu Örnu og Snorra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þetta eru stærstu landeigendurnir á Íslandi

Þetta eru stærstu landeigendurnir á Íslandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ragnar lá ósjálfbjarga heima hjá sér í 8 klst. – Hvetur fólk í sömu stöðu til að fá sér öryggistæki

Ragnar lá ósjálfbjarga heima hjá sér í 8 klst. – Hvetur fólk í sömu stöðu til að fá sér öryggistæki