fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Fréttir

Kolbrún ómyrk í máli: „Menn misstu æruna að tilefnislausu en samt þykir best að tala sem minnst um málið“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. febrúar 2025 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þjóðfélag sem samþykkir að dæma saklausan mann sekan er alltaf á skelfilega ómanneskjulegum villigötum,“ segir Kolbrún Bergþórsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi ritstjóri, í pistli sem vakið hefur talsverða athygli í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þar gerir Kolbrún MeToo-byltinguna svokölluðu að umtalsefni og segir að dómstól götunnar hafi verið leyft að ganga lausum. Nefnir hún til dæmis mál Vítalíu Lazareva sem sakaði nokkra þjóðþekkta menn um að brjóta gegn sér í sumarbústað. Vefmiðillinn Mannlíf hefur fjallað ítarlega um málið síðustu daga.

Rökfærsla sem stenst ekki skoðun

„Það þarf ekkert sérstaklega mikið ímyndunarafl til að geta sett sig í spor karlmanns sem að ósekju er sakaður um áreitni og/ eða kynferðislegt ofbeldi. Viðkomandi reynir að halda fram sakleysi sínu en fæstir trúa honum. Hið ríkjandi viðhorf er að enginn ljúgi slíku upp á aðra, þess vegna eigi alltaf að trúa þeim einstaklingi sem segist vera þolandi. Þessi röksemdarfærsla um að trúa alltaf þeim sem ber fram ásakanir stenst vitanlega ekki skoðun,“ segir Kolbrún í pistli sínum.

Sjá einnig: Logi segist aldrei hafa snert Vítalíu í meintri leynilegri upptöku

„Ætíð eru einhverjir sem saka aðra um hluti sem þeir hafa ekki gert eða ýkja og skrumskæla svo mjög að frásögn þeirra á lítið skylt við það sem raunverulega gerðist. Það er einmitt vegna þessa sem rannsaka þarf mál ofan í kjölinn en ekki taka ásökunum sem sannindum,“ segir hún.

Ásökun sem sönnun fyrir sekt

Kolbrún bætir við að í MeToo-byltingunni hafi verið „fussað og sveiað“ yfir réttarkerfi sem starfar á þennan veg.

„Það var talið fordómafullt og kvenfjandsamlegt enda afsprengi hins viðbjóðslega feðraveldis. Þeir sem halda því fram að ætíð eigi að trúa þeim sem sakar aðra um kynferðisofbeldi segja að þau mál þar sem lygum eða ýkjum er beitt séu sárafá. Með þessu er beinlínis verið að segja að í þeim fáu málum þar sem rangar sakir eru bornar fram verði þjóðfélagið að þola að einhverjir saklausir séu dæmdir sekir. Þeim skuli fórnað í nafni málstaðarins, séu einfaldlega nauðsynlegur fórnarkostnaður. Málstaðurinn er nefnilega svo góður að allt er réttlætanlegt í hans nafni. Einmitt þannig starfaði hin heilaga metoo-hreyfing þegar hún var í hvað mestum ham,“ segir Kolbrún.

Sjá einnig: Logi í leynilegri upptöku:„Mannorðið mitt er bara ónýtt. Ég er rekinn í fyrsta sinn á ævinni“

Hún segir að þjóðfélag sem samþykkir að dæma saklausan mann sé á skelfilegum villigötum og þá skipti engu máli hver réttlætingin fyrir þeim dómi er.

„Hún kann að vera sú að langlíklegast sé að einstaklingurinn sé sekur og svo sé mikilvægt að trúa þeim sem ásaki en ekki gera ráð fyrir að farið sé viljandi með rangt mál. Ásökun jafngildir ekki sekt en við lifum því miður í samtíma sem finnst ekkert athugavert við að steingleyma þeim sannindum. Á metoo-tímanum var það ansi oft þannig að nóg var að bera fram ásökun og hún þótti sönnun fyrir sekt. Meira þurfti ekki til og vitanlega hrönnuðust upp karlmenn sem áttu að vera sekir. Algjör óþarfi þótti að rannsaka málin eða leyfa viðkomandi að verja sig. Dómstól götunnar var leyft að ganga lausum.“

Misstu störf sín og æruna

Kolbrún dregur ekki fjöður yfir það að vissulega hafi sekir menn verið á meðal þessara karlmanna en einnig karlmenn sem voru saklausir og svo enn aðrir sem höfðu ekki gert neitt stórvægilegra en að sýna af sér dónaskap eða dómgreindarleysi.

„Nokkuð sem við gerumst öll einhvern tíma sek um. En af því að þeir voru karlmenn skyldi þeim öllum refsað, ef ekki með atvinnumissi þá með mannorðsmissi. Enginn skyldi svo reyna að koma þeim til varnar því sá hinn sami væri að opinbera sig sem fyrirlitlegan kvenhatara og stuðningsmann hins ógurlega feðraveldis,“ segir Kolbrún sem fjallar svo um umfjöllun Mannlífs sem vakið hefur athygli að undanförnu. Málið varðaði fjóra þjóðþekkta menn sem sakaðir voru um alvarleg brot.

„Þeir misstu störf og sömuleiðis æruna. Enginn nennti að hafa fyrir því að hlusta á þeirra hlið á málinu, hún var einfaldlega ekki til umræðu. Kona hafði bent á þá og um leið urðu þeir sekir. Mannlíf hefur á netsíðu sinni birt ný gögn sem segja allt aðra sögu en haldið var að fólki. Á sínum tíma var vissulega margt í málinu sem virkaði einkennilega en fæstir voru sérstaklega að velta því mikið fyrir sér. „Ég trúi… ég trúi…“ var ríkjandi stemning . Það þótti ekki við hæfi að vera með efasemdir, það flokkaðist sem svik við kvenfrelsið. Þægilegra var að ræna fjóra karlmenn mannorðinu. Þegar í ljós kemur að ásökun sem varpað var fram af miklum þunga virðist hafa verið innihaldslaus er eins og ekki þyki ástæða til að hafa mjög hátt um það. Menn misstu æruna að tilefnislausu en samt þykir best að tala sem minnst um málið,“ segir Kolbrún að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

195 ökumenn stöðvaðir í Ofurskálareftirliti

195 ökumenn stöðvaðir í Ofurskálareftirliti
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ógnarástand í Breiðholtsskóla: „Það eina sem dóttir mín er að læra núna er að vera þolandi ofbeldis“

Ógnarástand í Breiðholtsskóla: „Það eina sem dóttir mín er að læra núna er að vera þolandi ofbeldis“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opinber skrifstofa lokuð í þrjár vikur á meðan eini starfsmaðurinn er í fríi

Opinber skrifstofa lokuð í þrjár vikur á meðan eini starfsmaðurinn er í fríi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón bendir á rangfærslur í málflutningi Einars

Jón bendir á rangfærslur í málflutningi Einars
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu