fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
Fréttir

Sögð ekki hafa áttað sig á eðli parkets

Ritstjórn DV
Laugardaginn 1. febrúar 2025 18:00

Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur kveðið upp úrskurð í máli konu sem krafðist endurgreiðslu frá verktaka á þeim grundvelli að hann hefði ekki vandað nógu vel til verka þegar hún réð hann til að slípa og lakka parketið í íbúð sinni og laga rifur sem myndast hefðu í því. Vildi konan meðal annars meina að nýjar rifur hefðu myndast í parketinu fljótlega að verkinu loknu. Nefndin úrskurðaði konunni hins vegar í óhag meðal annars á þeim grundvelli að taka yrði mið af eðli parkets í málinu en þótt það segi ekki beint í úrskurðinum virðist ekki annað en að niðurstaðan sé sú að konan hafi ekki áttað sig á því hvert eðli parkets sé.

Konan lagði kvörtun sína fram til nefndarinnar í júlí 2024.

Þurrt loft og bara svona

Sagði hún að í ágúst 2023 hafi hún óskað eftir þjónustu verktakans við að pússa og lakka parket, borðplötu og gluggakistu og laga rifur í parketi í íbúð sinni. Hún hafi greitt 600.000 krónur fyrir verkið. Við verklok hafi borðplatan, gluggakistan og gólfið verið þurrt og hrjúft en samkvæmt upplýsingum frá starfsmanni verktakans myndi gólfið lagast með tímanum. Gefnar hafi verið þær skýringar að loftið í íbúðinni væri þurrt en að með hækkandi hita myndi parketið ganga betur saman.

Konan sagðist hafa haft samband við verktakann í febrúar 2024 og aftur um vorið vegna þess að rifur höfðu myndast í parketinu. Hann hafi þá komið og fyllt upp í rifur í parketinu og í kjölfarið sent reikning að fjárhæð 35.316 krónur. Þennan reikning taldi konan sig ekki eiga að greiða þar sem um væri að ræða lagfæringar á fyrra verkinu. Hún væri ósátt við að þurfa að greiða reikninginn auk innheimtukostnaðar. Benti konan á að verktakinn hafi komið með ýmsar skýringar á ástandi parketsins, fyrst þær að parketið ætti eftir að leggjast betur, síðar að loftið væri of þurrt í íbúðinni og jafnframt að sum gólf „væru bara svona.“

Fullt af rifum

Í andsvörum verktakans kom fram að verkið hafi verið unnið með faglegum hætti og eins vel og hægt var. Áður en verkið hófst hafi gólfið í íbúðinni verið fullt af rifum fyllt hafi verið upp í með sérstöku efni. Rifumyndun í gólfi megi rekja til samverkandi þátta, m.a. mikils kulda og þurrs lofts. Koma megi í veg fyrir slíkar rifur með því að passa vel upp á rakastig í rýminu. Konan hafi verið upplýst um þetta.

Rifurnar í gólfinu hafi ekki komið til vegna hans vinnu þær gangi  til baka að mestu leyti þegar hlýni og raki í loftinu aukist. Konan hafi hins vegar viljað fylla í rifur sem höfðu myndast eftir verklok og hann orðið við því. Hann hafi rukkað konuna fyrir vinnu og efni sem sé eðlilegt. Einnig sé eðlilegt að gólfið sé hrjúft þar sem það hafi verið meðhöndlað með sérstöku „natural“ lakki sem gefi því hrátt útlit en gólfið mýkist með tímanum.

Konan hafnaði þessum skýringum og sagðist ekki hafa óskað eftir að parketið yrði með hráu útliti.

Eðlið

Fram kemur í niðurstöðu kærunefndar vöru- og þjónustukaupa að konan hafi á endanum greitt reikninginn eftir að hann var sendur í innheimtu en hún hafi krafist að fá hann endurgreiddan auk innheimtukostnaðar sem bættist við, alls 42.985 krónur.

Nefndin bendir á að fullyrðingar varnaraðila um að parket verði eins og nýtt geti vakið upp ákveðnar væntingar hjá neytanda um árangur þjónustunnar. Hins vegar sé parket náttúrulegt og lifandi gólfefni. Ýmsir utanaðkomandi þættir geti haft áhrif á hreyfingu eða gliðnun þess, t.d. raka- og hitastig. Konan hafi ekki sýnt fram á með neinum gögnum að sú þjónusta sem verktakinn veitti henni í upphafi hafi verið haldin galla, öðrum en myndum af rifum í parketi sem myndast hafi hálfu ári eftir að þjónustan var innt af hendi. Með hliðsjón af eðli parkets sé ekki óeðlilegt að áfram sé hreyfing í efninu þrátt fyrir parketslípun. Því sé ekki hægt að fallast á að sýnt hafi verið fram á að þjónustan hafi verið haldin galla í skilningi laga.

Þar af leiðandi sé eðlilegt að konan hafi greitt umræddan reikning fyrir að verktakinn hafi komið nokkrum mánuðum síðar og fyllt upp í rifur.

Kröfum konunnar um endurgreiðslu var því hafnað.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vissi ekkert hvað hann var að gera þegar hann olli skelfilegu umferðarslysi

Vissi ekkert hvað hann var að gera þegar hann olli skelfilegu umferðarslysi
Fréttir
Í gær

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl
Fréttir
Í gær

Flugslysið hörmulega: Ákvað að fara fyrr heim til að komast á stefnumót með kærastanum

Flugslysið hörmulega: Ákvað að fara fyrr heim til að komast á stefnumót með kærastanum
Fréttir
Í gær

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndir og myndband frá björgunarstörfum á Reykjanesbraut og Suðurstrandarvegi

Sjáðu myndir og myndband frá björgunarstörfum á Reykjanesbraut og Suðurstrandarvegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar RÚV um fúsk og óvönduð vinnubrögð- „Hvað næst RÚV?“

Sakar RÚV um fúsk og óvönduð vinnubrögð- „Hvað næst RÚV?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl sakar fréttamann um að hafa snúið út úr viðtali á versta veg – „Hvenær ætla menn að fatta að það er ekki hægt að leggja menn eins og mig í einelti?“

Brynjar Karl sakar fréttamann um að hafa snúið út úr viðtali á versta veg – „Hvenær ætla menn að fatta að það er ekki hægt að leggja menn eins og mig í einelti?“