fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Pressan

Mannætan í Klettafjöllum

Pressan
Laugardaginn 1. febrúar 2025 22:28

Klettafjöllin í Colorado. Mynd: Wolf Wiggum - CC BY-SA 3.0 Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 16. apríl 1874 kom maður nokkur gangandi að stjórnarbyggingu á verndarsvæðinu Los Pinos sem ætlað var frumbyggjum Norður-Ameríku. Svæðið var í nágrenni bæjarins Gunnison sem stóð þá og stendur enn í dal inni í miðjum Klettafjöllum (e. Rocky Mountains) í Colorado í Bandaríkjunum en fjallgarðurinn nær yfir 7 ríki Bandaríkjanna auk tveggja héraða í Kanada. Maðurinn hét Alfred Pecker og vann við að veita ferðalöngum leiðsögnum yfir hinn torfæru Klettafjöll. Vitað var að í þetta sinn hafði hann verið leiðsögumaður fimm manna hóps gullleitarmanna. Aðspurður hvar mennirinir væru sagði Packer að hann hefði orðið viðskila við þá en sterkur grunur þótti leika á að sannleikurinn væri miklu skelfilegri en svo.

Þegar Packer kom á svæðið var hann sársvangur og þar að auki ískalt. Hann fullyrti að hann hefði orðið viðskila við mennina fimm en það vakti hins vegar grunsemdir að hann var með bæði hluti og peninga á sér sem mennirnir áttu.

Lítið er vitað um ævi Packer en þó að hann var fæddur 1842. Hann gekk stundum undir nafninu Alferd. Packer var flogaveikur og var því veitt lausn frá herþjónustu í her Norðurríkjanna í bandarísku borgarastyrjöldinni. Hann átti erfitt með að tolla í vinnu.

Árið 1872 var hann kominn til Colorado og fór að vinna í námu en hætti störfum eftir að hann misti hluta af fingrum sínum í slysi.

Gullæði

Árið eftir var töluvert um að gull fyndist í Colorado. Packer sneri aftur þá aftur þangað og fékk vinnu sem leiðsögumaður en hlutverk hans var að leiða hópa gullleitarmanna yfir Klettafjöllin á staði þar sem gull hafði fundist.

Honum samdi þó ekki vel almennt við gullleitarmenn sem sögðu hann erfiðan í samskiptum og þar að auki þjófóttan.

Ferðin yfir fjöllin á gullleitarstaðinn tók langan tíma og var erfið. Packer leiddi hóp sem var skipaður 21 gullleitarmanni. Ferðin hófst í nóvember 1873. Í janúar 1874 kom hópurinn að tjaldsvæði frumbyggjahöfðingja sem ráðlagði þeim að bíða á svæðinu til vors, þar sem fjöllin væru svo erfið yfirferðar vegna snjóa á þessum árstíma, og halda svo áfram á gullleitarsvæðið.

Fimm menn George Noon, Israel Swan, James Humphrey, Frank Miller, og Shannon Wilson Bell héldu hins vegar áfram en aðeins Packer birtist tveimur mánuðum síðar.

Mannát

Þegar Packer komst til byggða í Los Pinos sagði hann mennina fimm hafa yfirgefið sig og hann hefði neyðst til að lifa á blómum og kanínum. Meira að segja hafi hann neyðst til að borða mokkasíurnar sínar.

Hann var hins vegar með hníf og riffil á sér sem tveir mannanna áttu og með nóg af peningum. Hann sagðist fyrst hafa fengið þá lánaða en játaði loks að hann hefði tekið þá ófrjálsri hendi frá mönnunum og bætti við að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem fólk hefði borðað annað fólk til að halda lífi.

Hann sagði að hópurinn hefði villst. Mennirnir hefðu dáið einn af öðrum en þó ekki allir á sama tíma og þeir hefðu sameinast um að borða þá dánu. Síðastur til að deyja hafi verið Bell en Packer sagðist hafa neyðst til að drepa hann í sjálfsvörn og síðan borðað hluta af líkama hans.

Sannleikurinn

Packer var hnepptur í varðhald en náði að flýja. Lík mannanna fundust fljótlega en ólíkt því sem Packer hélt fram fundust þau ekki á víð og dreif á stóru svæði heldur öll saman á einu svæði. Þessi staðreynd passaði ekki við þá sögu hans að mennirnir hefðu ekki dáið á sama tíma eða á sama stað.

Packer fannst ekki fyrr en níu árum síðar. Þá hafði hann aðra sögu að segja. Hann sagði að þegar ferðin hefði aðeins staðið í örfáa daga hefði hann brugðið sér frá en á meðan hefði Bell brjálast og myrt hina mennina fjóra og reynt að myrða hann líka þegar hann sneri aftur. Því hafi hann neyðst til að verja sjálfan sig með því að drepa Bell. Til að lifa af hafi hann verið nauðbeygður til að borða hluta af líkamsleifum mannanna fimm. Tveimur mánuðum síðar hafi hann loks komist til Los Pinos.

Hann var ákærður og endurtók þessa sögu sína fyrir dómi. Packer viðurkenndi það í réttarsalnum að hann hefði borðað mannakjöt. Hann var á endanum dæmdur til dauða fyrir morð en þó á aðeins einum mannanna en á líki hans fundust mestu varnarsárin.

Hæstiréttur Colorado breytti hins vegar dauðadómnum í 40 ára fangelsi.

Arfleiðin

Hann þurfti þó ekki að sitja inni svo lengi. Packer var látin laus 1901 eftir að dagblaðið Denver Post beitti sér fyrir því. Hann fékk þá vinnu sem öryggisvörður á blaðinu og lést 6 árum síðar, 65 ára að aldri.

Hann er sagður hafa neitað því á dánarbeðinu að hann væri sekur.

Hans er enn minnst en þá oftast á gamansaman hátt með frekar svartan húmor í fyrirrúmi. Gamansöngleikur um hann og ferðina örlagaríku var settur á svið 1996 og á svæði útibús Colorado-háskóla í borginni Boulder er matsalur nefndur í höfuðið á Packer.

Það voru nemendur skólans sem kusu um nafnið á matsalnum og þegar spurt er af hverju þeir hafi viljað kenna hann við mannætu er einna helst vísað til þess að húmor háskólanema geti oft verið ansi svartur.

Byggt á umfjöllun Allthatsinteresting.com.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

„Mér líður eins og ofurkonu“ – Engin hefur lifað lengur með ígrætt líffæri úr svíni

„Mér líður eins og ofurkonu“ – Engin hefur lifað lengur með ígrætt líffæri úr svíni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja hugsanlegt að hinn grunaði í máli Madeleine McCann flýji frá Evrópu og fari í lýtaaðgerð

Telja hugsanlegt að hinn grunaði í máli Madeleine McCann flýji frá Evrópu og fari í lýtaaðgerð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fékk myndband af afhöggnum fingri – Þá fór málið að rúlla af alvöru

Fékk myndband af afhöggnum fingri – Þá fór málið að rúlla af alvöru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á leið út í búð þegar svartbjörn með hundaæði réðst á hann – Sjáðu myndbandið

Var á leið út í búð þegar svartbjörn með hundaæði réðst á hann – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Var sakaður um að hafa fróað sér í strætisvagni – Fær 900.000 krónur í bætur

Var sakaður um að hafa fróað sér í strætisvagni – Fær 900.000 krónur í bætur
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hver gerði súkkulaðimistök upp á 4,4 milljónir?

Hver gerði súkkulaðimistök upp á 4,4 milljónir?