fbpx
Föstudagur 24.janúar 2025
Fréttir

Þorgerður Katrín um vopnakaup og stuðning við Úkraínu – „Þetta getur alveg eins gerst hér heima“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 8. janúar 2025 11:30

Þorgerður er nýkomin frá Úkraínu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, segir það ekki sjálfgefið að Íslendingar kaupi vopn og gerist óbeinir þátttakendur í stríði. En við treystum á alþjóðlegt samstarf í varnarmálum og sú ógn sem steðjar af Rússum geti vel haft áhrif á Ísland.

Þorgerður ræddi þetta í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún var þá í Póllandi, nýkomin frá Úkraínu þar sem hún var að kynna sér aðstæður frá fyrstu hendi og ítreka stuðning Íslends við baráttu Úkraínumanna gegn innrás Rússa.

Langtíma verkefni

Sagði  Þorgerður áhrifaríkt að koma á þessa staði og finna fyrir þeim þrýstingi og erfiðleikum sem Úkraínumenn standa frammi fyrir. En hún heimsótti meðal annars orkuver sem hefur verið skotmark Rússa. Alls hafa Rússar eyðilagt um helming úkraínskra orkuvera.

„Þetta er grimmdarárás á borgaraleg skotmörk,“ sagði Þorgerður.

Hluti af stuðningi Íslands, sem var 1,5 milljarður í síðustu fjáraukalögum, fer í að tryggja orkuöryggi. Af þessari upphæð fara líka 600 milljónir í sprengjuleit. Það er verkefni sem Íslendingar og Litháar leiða um að uppræta jarðsprengjur, sem þekja nú 30 prósent landsvæðisins.

„Spáið í öll börnin og fjölskyldurnar sem þurfa að búa við þetta,“ sagði Þorgerður. Þetta væri langtímaverkefni. „Við hugsum að þetta haldi áfram þegar stríðinu lýkur, sem verður vonandi sem allra fyrst.“

Ekki sjálfgefið

350 milljónir króna fara í það sem kallast danska módelið. Það er að kaupa varnartengda innviði og tæki sem Úkraínumenn búa sjálfir til. Að hluta til vopn.

„Það er ekki sjálfgefið en þetta byggir á því sem við höfum samþykkt á síðasta ári,“ sagði Þorgerður þegar þáttarstjórnendur gengu á hana með þetta. „Um leið þá skil ég mjög vel þjóðina um það að við eigum að setja spurningar við það þegar við erum að kaupa vopn eða varnartengd tæki. Einnig með þátttöku okkar aðallega með óbeinum hætti í stríði. Þá verðum við í utanríkisþjónustunni að vera tilbúin til að svara því. Það er hluti af því sem ég ætla að gera í mínu embætti, að ná samtalinu og meiri jarðtengingu við þjóðina sjálfa, af hverju við erum í þessu. Af hverju það skiptir máli fyrir okkur Íslendinga að vera stofnaðilar, ég segi stoltir stofnaðilar, að NATO. Af hverju skiptir það máli núna þegar við erum að sjá skuggaflota Rússa markvisst kippa úr sambandi sæstrengi í Eystrasaltinu. Þetta getur alveg eins gerst heima.“

Frumskylda að tryggja öryggi

Sagði Þorgerður að við Íslendingar gætum gert marga hluti sjálf. Svo sem að efla landhelgisgæsluna, taka utan um netöryggi og styrkja lögregluna, til dæmis gegn skipulagðri glæpastarfsemi. En við gætum ekki allt. Alþjóðlegt samstarf skipti okkur miklu máli.

„Frumskylda stjórnvalda að tryggja öryggi borgaranna,“ sagði Þorgerður.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Vigfús Bjarni veiktist alvarlega og lá á gjörgæslu í tvær vikur – „Ég var farinn að berjast fyrir lífi mínu“

Vigfús Bjarni veiktist alvarlega og lá á gjörgæslu í tvær vikur – „Ég var farinn að berjast fyrir lífi mínu“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Vinslit hjá Margréti og Ingu Sæland: „Hún hefur ekki látið í sér heyra eftir að hún komst í ríkisstjórn“

Vinslit hjá Margréti og Ingu Sæland: „Hún hefur ekki látið í sér heyra eftir að hún komst í ríkisstjórn“
Fréttir
Í gær

Efnaslys átti sér stað í Reykjanesbæ í dag

Efnaslys átti sér stað í Reykjanesbæ í dag
Fréttir
Í gær

Stefán Einar og sonur hans sluppu með skrekkinn eftir ógnvekjandi lífsreynslu í Urriðaholti – Varar við stórhættulegum aðstæðum

Stefán Einar og sonur hans sluppu með skrekkinn eftir ógnvekjandi lífsreynslu í Urriðaholti – Varar við stórhættulegum aðstæðum
Fréttir
Í gær

María Rut skammar fyrri ríkisstjórn – „Ákvörðunin þegar haft í för með sér afbókanir og fjárhagslegt tjón“

María Rut skammar fyrri ríkisstjórn – „Ákvörðunin þegar haft í för með sér afbókanir og fjárhagslegt tjón“
Fréttir
Í gær

Fast skotið á Eyjólf ráðherra: Þetta sagði hann 9. október – Síðan varð hann ráðherra

Fast skotið á Eyjólf ráðherra: Þetta sagði hann 9. október – Síðan varð hann ráðherra