fbpx
Fimmtudagur 09.janúar 2025
Fréttir

Los Angeles brennur og stjörnurnar flýja – Skelfileg staða á svæðinu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. janúar 2025 07:42

Spencer Pratt. Skjáskot/Daily Mail

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti 30 þúsund íbúum Los Angeles og nágrennis hefur verið gert að flýja heimili sín vegna skógarelda sem loga á svæðinu. Vatnsskortur er farinn að gera vart við sig og óttast yfirvöld það versta.

Veðurskilyrði hafa verið afar óhagstæð síðastliðinn sólarhring og hefur mikill vindur gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir. Hafa yfirvöld sagt íbúum á nokkrum svæðum að búa sig undir að þurfa að yfirgefa heimili sín og gæti það gerst í dag.

Ástandið er einna verst í Pacific Palisades-hverfinu í Los Angeles en þar eiga stjörnur á borð við Chris Pratt, Ben Affleck, Tom Hanks, Adam Sandler, Reese Witherspoon og Miles Teller heimili.

Spencer Pratt og eiginkona hans, Heidi Montag, misstu heimili sitt í gær en á myndbandi hér að neðan má sjá Pratt virða fyrir sér eldhafið í kringum heimili hans í hlíðum Pacific Palisades. Ekki löngu síðar náðu eldtungurnar að læsa sig í húsi þeirra og er það gjörónýtt samkvæmt heimildum TMZ. Pratt, Montag og tveir synir náðu að koma sér í öruggt skjól.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Mátti saka fyrrverandi um nauðgun

Mátti saka fyrrverandi um nauðgun
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Milljónamæringur fær á baukinn: Sagðist tilbúinn að borga slökkviliðsmönnum „hvað sem er“ fyrir að verja heimili sitt

Milljónamæringur fær á baukinn: Sagðist tilbúinn að borga slökkviliðsmönnum „hvað sem er“ fyrir að verja heimili sitt
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Þorgerður Katrín um vopnakaup og stuðning við Úkraínu – „Þetta getur alveg eins gerst hér heima“

Þorgerður Katrín um vopnakaup og stuðning við Úkraínu – „Þetta getur alveg eins gerst hér heima“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kristinn segir ríkisstyrktar þakkir Foster hafa tæmt Kvikmyndasjóð – „Rausnarskapur Íslendinga var svo mikill“

Kristinn segir ríkisstyrktar þakkir Foster hafa tæmt Kvikmyndasjóð – „Rausnarskapur Íslendinga var svo mikill“