fbpx
Föstudagur 24.janúar 2025
Fréttir

Frakkar vara Trump við vegna Grænlands – Tekið verði hart á Bandaríkjamönnum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. janúar 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópusambandið mun ekki taka því þegjandi og hljóðalaust ef ráðist verður á landamæri fullvalda ríkja sambandsins.

Þetta segir Jean-Noel Barrot, utanríkisráðherra Frakklands, í tengslum við umræðu þess efnis að Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, geti hugsað sér að ná yfirráðum yfir Grænlandi með hervaldi.

Grænland fékk heimastjórn frá Danmörku árið 1979 en er sjálfstjórnarsvæði innan dönsku ríkisheildarinnar.

Trump neitaði að útiloka það á mánudag að hervaldi kynni að verða beitt til að ná yfirráðum yfir Grænlandi. Barrot sagði í morgun að hann hefði ekki miklar áhyggjur af því að Bandaríkin myndu ráðast inn í Grænland en ef ske kynni varar hann Bandaríkin við.

„Það er kristaltært að Evrópusambandið myndi ekki leyfa öðrum þjóðum að ráðast á landamæri fullvalda ríkja, sama hver þau eru. Við erum sterk heimsálfa,“ sagði hann.

„Ef þú spyrð mig hvort ég haldi að Bandaríkin muni ráðast inn í Grænland er svar mitt nei. En erum við á leið inn í tíma þar sem segja má að hinir sterkustu lifi af? Við því er svar mitt já.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Vigfús Bjarni veiktist alvarlega og lá á gjörgæslu í tvær vikur – „Ég var farinn að berjast fyrir lífi mínu“

Vigfús Bjarni veiktist alvarlega og lá á gjörgæslu í tvær vikur – „Ég var farinn að berjast fyrir lífi mínu“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Vinslit hjá Margréti og Ingu Sæland: „Hún hefur ekki látið í sér heyra eftir að hún komst í ríkisstjórn“

Vinslit hjá Margréti og Ingu Sæland: „Hún hefur ekki látið í sér heyra eftir að hún komst í ríkisstjórn“
Fréttir
Í gær

Efnaslys átti sér stað í Reykjanesbæ í dag

Efnaslys átti sér stað í Reykjanesbæ í dag
Fréttir
Í gær

Stefán Einar og sonur hans sluppu með skrekkinn eftir ógnvekjandi lífsreynslu í Urriðaholti – Varar við stórhættulegum aðstæðum

Stefán Einar og sonur hans sluppu með skrekkinn eftir ógnvekjandi lífsreynslu í Urriðaholti – Varar við stórhættulegum aðstæðum
Fréttir
Í gær

María Rut skammar fyrri ríkisstjórn – „Ákvörðunin þegar haft í för með sér afbókanir og fjárhagslegt tjón“

María Rut skammar fyrri ríkisstjórn – „Ákvörðunin þegar haft í för með sér afbókanir og fjárhagslegt tjón“
Fréttir
Í gær

Fast skotið á Eyjólf ráðherra: Þetta sagði hann 9. október – Síðan varð hann ráðherra

Fast skotið á Eyjólf ráðherra: Þetta sagði hann 9. október – Síðan varð hann ráðherra