Þetta segir Jean-Noel Barrot, utanríkisráðherra Frakklands, í tengslum við umræðu þess efnis að Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, geti hugsað sér að ná yfirráðum yfir Grænlandi með hervaldi.
Grænland fékk heimastjórn frá Danmörku árið 1979 en er sjálfstjórnarsvæði innan dönsku ríkisheildarinnar.
Trump neitaði að útiloka það á mánudag að hervaldi kynni að verða beitt til að ná yfirráðum yfir Grænlandi. Barrot sagði í morgun að hann hefði ekki miklar áhyggjur af því að Bandaríkin myndu ráðast inn í Grænland en ef ske kynni varar hann Bandaríkin við.
„Það er kristaltært að Evrópusambandið myndi ekki leyfa öðrum þjóðum að ráðast á landamæri fullvalda ríkja, sama hver þau eru. Við erum sterk heimsálfa,“ sagði hann.
„Ef þú spyrð mig hvort ég haldi að Bandaríkin muni ráðast inn í Grænland er svar mitt nei. En erum við á leið inn í tíma þar sem segja má að hinir sterkustu lifi af? Við því er svar mitt já.“