Bangsaaðdáendur geta nú farið að láta sig hlakka til því í febrúar mun Hagkaup opna Build-A-Bear bangsaverksmiðju í verslun sinni í Smáralind. Build-A-Bear þar sem viðskiptavinurinn býr til sinn eigin persónulega bangsa hefur náð miklum vinsældum um allan heim.
Á vef Hagkaupa segir að ,,fjölskyldur geta látið sig hlakka til að velja uppáhalds bangsann sinn og taka þátt í táknrænni athöfn þar sem hjarta er sett í bangsann um leið og þau óska sér. Bangsinn getur síðan verið klæddur upp með fjölbreyttu úrvali af skóm, fatnaði og fylgihlutum. Að lokum er útgefið nafnskírteini fyrir bangsann til staðfestingar á „afmælisdegi“ hans. Allt er hannað til að skapa minningar sem endast, líkt og Build-A-Bear er þekkt fyrir.”
Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups segir spenntur fyrir böngsunum og nýja vörumerkinu:
,,Við erum virkilega spennt og stolt af því að fá þetta frábæra vörumerki inn í vöruúrvalið okkar í Hagkaup. Við höfum síðustu ár lagt mikla áherslu á það að bæta upplifun viðskiptavina okkar í verslunarferðum sínum til okkar og nú er komið að því að bæta þessari einsöku upplifun við flóruna í einni stærstu leikfangadeild landsins. Það þekkja flestir Build-A-Bear og margir sem eiga góðar minningar tengdar vörumerkinu, svo það verður sannarlega gaman að geta opnað dyr Íslendinga fyrir skemmtilegum heim Build-A-Bear í Hagkaup Smáralind.”
,,Við erum himinlifandi yfir því að fá tækifæri til að kynna Build-A-Bear fyrir Íslendingum. Build-A-Bear er meira en bara verslun, það er staður þar sem fólk á öllum aldri getur skapað ógleymanlegar minningar og notið einstakrar upplifunar. Með því að hefja starfsemi á Íslandi erum við að bæta smá gleði og hlýju í lífið, styrkja tengsl og dreifa brosum á þann hátt sem samræmist menningu og anda þessa fallega lands.” segir Gitte Lykkegaard, vörumerkjastjóri Build-A-Bear.
Fyrsta Build-A-Bear verslunin opnaði í Saint Louis árið 1997 og eru nú 500 búðir víðs vegar um heiminn.
Hægt að fylgjast með hér á Facebook síðu Build-A-Bear.