Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, sagðist á blaðamannafundi í dag ekki útiloka að beita hervaldi og efnahagsþvingunum til að ná Grænlandi og Panamaskurðinum undir sín yfirráð. Sagði Trump yfirráð Bandaríkjanna á hvoru tveggja nauðsynleg fyrir öryggi bandarísku þjóðarinnar.
Grænland er sjálfsstjórnarsvæði sem heyrir undir Danmörku. Danmörk var eitt stofnríkja Atlantshafsbandalagsins (NATÓ) árið 1949, ásamt Bandaríkjunum, Íslandi og níu annarra ríkja.
Á blaðamannafundinum sagðist Trump einnig tilbúinn til að beita efnahagsþvingunum til að gera Kanada að ríki innan Bandaríkjanna.
New York Times greinir frá því að Trump hafi beinlínis hótað Danmörku með tollahækkunum láti Danmörk Grænland ekki af hendi.
Sonur Trumps, Donald Trump yngri, er nú staddur í óopinberri heimsókn á Grænlandi. Heimsókn sem danskir fjölmiðlar eru lítt hrifnir og telja hana tengjast áhuga verðandi forseta á mögulegum yfirráðum yfir Grænlandi.