fbpx
Miðvikudagur 08.janúar 2025
Fréttir

Reynir segist sæta hótunum Morgunblaðsins

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. janúar 2025 14:30

Reynir Traustason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs og einn reyndasti blaðamaður landins greinir frá því á Facebook að hann sæti hótunum Morgunblaðsins sem neiti að samþykkja það að hann hafi sagt upp áskriftinni:

„Ég á í undarlegum samskiptum við Morgunblaðið þessa dagana. Áðan fékk ég símtal um að ég ætti að greiða áskrift eða hafa verra af. Árum saman hef ég varist Árvakri fyrir dómstólum og nú þegar sér fyrir lok þess stefnir í enn undarlegra stríð.“

Reynir vísar þar til dómsmáls sem var höfðað vegna birtingar Mannlífs á brotum úr minningargrein í Morgunblaðinu en Reynir tapaði því máli. Reynir segir að dómsmálið hafi haft töluverð áhrif á þá ákvörðun hans að segja upp áskriftinni að Morgunblaðinu:

„Í byrjun nóvember sagði ég miðlinum upp. Ástæðan er annars vegar óbeit á þeim sem standa að þessum hvað súrasta miðli landsins en hins vegar sparnaður. Eins og ég sagði frá á þessum vettvangi þá var ég sem ábyrgðarmaður Sólartúns og Mannlífs dæmdur fyrir að birta setningu úr minningargrein. Mér ber að greiða Mogganum 50 þúsund krónur en krafan var 1,7 milljón krónur. Ég ákvað að spara fyrir sektinni með því að segja upp áskrift minni. Áskriftin kostaði 10 þúsund á mánuði án pappírs. Það tekur mig því fimm mánuði að ná upp í áformaða sekt.“

Hótunarsímtal

Reynir segir að Morgunblaðið sætti sig ekki við uppsögnina á skriftinni:

„Tölvupóstur þessa efnis var sendur á áskriftardeild Moggans í byrjun nóvember. Samt halda þeir áfram að rukka. Í desember ítrekaði ég uppsögnina og bað um staðfestingu. Ekkert svar barst og áfram streyma rukkanir í heimabankannn minn. Þetta er ekkert annað en meðvituð eða ómeðvtuð tilraun til fjársvika. Í dag fékk ég svo hótunarsímtal frá fyrirtækinu sem er knúið áfram af Guðbjörgu Matthíasdóttur sædrottningu í Vestmannaeyjum. Reikningurinn fyrir nóvember er nú rétt tæpar 15 þúsund krónur. Nú virðist stefna í að ég þurfi að berjast fyrir þeim rétti mínum að vera ekki áskrifandi.“

Reynir hvetur þau sem eru enn áskrifendur að hætta því strax:

„Þið sem ekki viljið lenda í klónum á þessu liði ættuð að segja áskriftinni strax upp, bréfleiðis og símleiðis. Þetta fyrirtæki er siðlaust og svífst einskis til að minnka tap konunnar í Vestmannaeyjum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lætur Hannes Hólmstein heyra það – „Lítið annað en hádegisverðarspjall, klætt í búning akademíu“

Lætur Hannes Hólmstein heyra það – „Lítið annað en hádegisverðarspjall, klætt í búning akademíu“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Matvís fagnar fullnaðarsigri gegn veitingastaðnum Flame – Starfsmenn í fullum rétti að ganga út vegna vanefnda

Matvís fagnar fullnaðarsigri gegn veitingastaðnum Flame – Starfsmenn í fullum rétti að ganga út vegna vanefnda
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir hrottalega árás á unnusta sinn á sameiginlegu heimili þeirra

Dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir hrottalega árás á unnusta sinn á sameiginlegu heimili þeirra
Fréttir
Í gær

Friðarkerti olli eldsvoða í Mosfellsbæ

Friðarkerti olli eldsvoða í Mosfellsbæ
Fréttir
Í gær

Miklar vangaveltur – Mun Trump senda hermenn til Mexíkó?

Miklar vangaveltur – Mun Trump senda hermenn til Mexíkó?