fbpx
Miðvikudagur 08.janúar 2025
Fréttir

Leyniskjöl varpa ljósi á skelfilega áætlun Pútíns

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. janúar 2025 04:12

Pútín ásælist margt. Mynd:EPA/Sputnik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska dagblaðið Financial Times hefur komist yfir rússnesk leyniskjöl sem varpa ljósi á skelfilega áætlun Vladímír Pútíns og hirðar hans.

Nú eru tæp þrjú ár síðan Rússar réðust inn í Úkraínu og enn er hart barist því herförin sem átti aðeins að taka nokkra daga stendur enn.

En innrásin í Úkraínu var ekki fyrsta hugsun Pútíns hvað varðar stríð. Í skjölunum, sem Financial Times hefur komist yfir, kemur fram að á árunum 2008 til 2014 gerðu Rússar nákvæmar áætlanir og þjálfuðu hermenn til að bregðast við stríði við Japan og Suður-Kóreu.

Samtals komst blaðið yfir 106 leyniskjöl úr fórum rússneskra yfirvalda. Í þeim er listi yfir skotmörk í Japan og Suður-Kóreu, bæði hernaðarleg og borgaraleg. Má þar nefna brýr, vegi, verksmiðjur og aðra innviði.

Árásaráætlanir Rússar gengu út á að með þeim átti að afvegaleiða Japan og Suður-Kóreu á meðan Rússar flyttu hermenn til austurhluta landsins.

Japan og Suður-Kórea hafa verið náin bandalagsríki NATÓ síðan í upphafi tíunda áratugarins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir hrottalega árás á unnusta sinn á sameiginlegu heimili þeirra

Dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir hrottalega árás á unnusta sinn á sameiginlegu heimili þeirra
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

„Þú ert að fara að deyja núna“

„Þú ert að fara að deyja núna“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Blóðug tölfræðin að baki „árangri“ Pútíns – 102 dánir eða særðir Rússar fyrir hvern ferkílómetra

Blóðug tölfræðin að baki „árangri“ Pútíns – 102 dánir eða særðir Rússar fyrir hvern ferkílómetra
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Friðarkerti olli eldsvoða í Mosfellsbæ

Friðarkerti olli eldsvoða í Mosfellsbæ