Nú eru tæp þrjú ár síðan Rússar réðust inn í Úkraínu og enn er hart barist því herförin sem átti aðeins að taka nokkra daga stendur enn.
En innrásin í Úkraínu var ekki fyrsta hugsun Pútíns hvað varðar stríð. Í skjölunum, sem Financial Times hefur komist yfir, kemur fram að á árunum 2008 til 2014 gerðu Rússar nákvæmar áætlanir og þjálfuðu hermenn til að bregðast við stríði við Japan og Suður-Kóreu.
Samtals komst blaðið yfir 106 leyniskjöl úr fórum rússneskra yfirvalda. Í þeim er listi yfir skotmörk í Japan og Suður-Kóreu, bæði hernaðarleg og borgaraleg. Má þar nefna brýr, vegi, verksmiðjur og aðra innviði.
Árásaráætlanir Rússar gengu út á að með þeim átti að afvegaleiða Japan og Suður-Kóreu á meðan Rússar flyttu hermenn til austurhluta landsins.
Japan og Suður-Kórea hafa verið náin bandalagsríki NATÓ síðan í upphafi tíunda áratugarins.