Heimsmeistaramótið í handbolta karla hefst í næstu viku en mótið fer fram í Króatíu, Noregi og Danmörku. Leikir Íslands verða háðir í Zagreb í Króatíu.
Ísland leikur í G-riðli ásamt Grænhöfðaeyjum, Kúbu og Slóveníu. Af þessum þremur andstæðingum eru Slóvenar langsterkustu andstæðingarnir. Mikilvægt er að vinna alla leiki í riðlinum til að taka með sér stig í milliriðil. Leiktímar Íslands í riðlinum eftir eftirfarandi:
Fimmtudagur 16. janúar kl. 19:30: Ísland – Grænhöfðaeyjar
Laugardagur 18. janúar kl. 19:30: Ísland – Kúba
Mánudagur 20. janúar kl. 19:30: Ísland – Slóvenía
Leikið verður í milliriðlum miðvikudaginn 22. janúar, föstudaginn 24. janúar og sunnudaginn 26. janúar.
Til að komast í 8 liða úrslit á mótinu þarf Ísland að komast upp úr milliriðlinum.
Íslenska liðið æfir nú af kappi fyrir mótið og framundan eru tveir æfingaleikir gegn Svíum í Svíþjóð. Fyrri leikurinnn verður á fimmtudaginn kl. 18 og sá síðari á laugardaginn kl. 15. Báðir leikirnir verða sýndir á RÚV og að sjálfsögðu verða allir leikir Íslands á HM sýnir þar líka.
Heimild: ruv.is