Afleiðingarnar voru þær að það kviknaði í borðinu og stólum þar í kring. Engin slys urðu á fólki en eitthvað tjón, að því er segir í skeyti lögreglu nú í morgunsárið.
Lögregla fékk svo tilkynningu um eld í bifreið í miðborginni og náðu ökumaður og farþegi að slökkva eldinn með því að kasta snjó á vélina. Engin slys urðu á fólki en eitthvað tjón á bifreiðinni.
Nokkuð var um innbrot í nótt, að sögn lögreglu, og var tilkynnt um innbrot í hverfum 108, 104 og 200. Þá var tilkynnt um mann að sveifla sverði í hverfi 200 en hann fannst ekki. Loks var tilkynnt um hópasöfnun og ágreining við Mjóddina en frekari upplýsingar um það mál koma ekki fram í skeyti lögreglu.