fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fréttir

Dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir hrottalega árás á unnusta sinn á sameiginlegu heimili þeirra

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 7. janúar 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi gegn unnusta sínum með dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra sem féll í desember en var birtur í dag.

Ákærði var sakaður um ofbeldi í nánu sambandi, en til vara líkamsárás, fyrir að hafa aðfaranótt 15. júní 2024 ógnað lífi, heilsu og velferð unnusta síns og sambýlismanns með alvarlegum hætti. Ákærði var sagður hafa ráðist á sambýlismann sinn, tekið hann hálstaki með annarri hendi og lamið hann ítrekað í andlitið með hinni. Við þetta hlaut sambýlismaðurinn mar á vinstra augnlok og það hafði blætt inn á augað, punktblæðingar framan á háls og áverka á báðum handleggjum.

Ákærði játaði sök fyrir dómi og taldi dómari ekki tilefni til að efast um að játning væri sannleikanum samkvæm. Ákærði mótmælti því ekki að brotið teldist ofbeldi í nánu sambandi. Dómari horfði til þess að ákærði hafði hreinan sakaferil, játaði brot sitt skýlaust og hafði leitað sér sálfræðiaðstoðar. Þó yrði einnig að horfa til hættustigs árásarinnar sem var þó nokkuð og til þess að árásin átti sér stað á sameiginlegu heimili hans og sambýlismanns og var til þess fallin að vekja mikla ógn hjá brotaþola. Því þótti refsing hæfilega ákveðin þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Grátbiðja bæjarstjórn Reykjanesbæjar um að endurskoða áform sín

Grátbiðja bæjarstjórn Reykjanesbæjar um að endurskoða áform sín
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ljósmyndavél Útlendingastofnunar „flóknasta maskína landsins“

Ljósmyndavél Útlendingastofnunar „flóknasta maskína landsins“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Óhugnaður í Grafarvogslaug – Meintur barnaníðingur ákærður

Óhugnaður í Grafarvogslaug – Meintur barnaníðingur ákærður
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

María Rut skammar fyrri ríkisstjórn – „Ákvörðunin þegar haft í för með sér afbókanir og fjárhagslegt tjón“

María Rut skammar fyrri ríkisstjórn – „Ákvörðunin þegar haft í för með sér afbókanir og fjárhagslegt tjón“
Fréttir
Í gær

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“
Fréttir
Í gær

Leigusali í Grindavík vildi ekki gefa eftir leiguna þar sem vel væri hægt að búa í bænum

Leigusali í Grindavík vildi ekki gefa eftir leiguna þar sem vel væri hægt að búa í bænum