fbpx
Miðvikudagur 08.janúar 2025
Fréttir

Blóðug tölfræðin að baki „árangri“ Pútíns – 102 dánir eða særðir Rússar fyrir hvern ferkílómetra

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. janúar 2025 08:00

Lík rússneskra hermanna í Lyman. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er löngu vitað að Rússar hafa heitið föngum sakaruppgjöf og peningagreiðslum ef þeir skrá sig í herinn til að berjast í Úkraínu. Þetta komst af alvöru í hámæli þegar fangar voru í stórum stíl fengnir til að ganga til liðs við málaliðahópinn Wagner sem var stýrt af Yevgeny Prigozhin, sem oft var nefndur kokkurinn því hann var áður kokkur Pútíns. Talið er að 140.000 til 180.000 fangar hafi verið sendir á vígvöllinn.

Þetta er mat leyniþjónustu úkraínska hersins, SRZU, að sögn Kyiv Independent sem segir að fangarnir hafi verið notaðir sem fallbyssufóður á vígvellinum í því skyni að gera rússneska hernum kleift að hertaka meira land. Þetta tókst í þeim skilningi að hægt og rólega hefur Rússum tekist að mjakast lengra inn í Úkraínu, meira að segja eftir dauða Prigozhin en hann lést í dularfullu flugslysi þar sem ætla má að Pútín hafi haft hönd í bagga.

En fórnarkostnaðurinn hefur verið gríðarlega mikill. Bandaríkjaher áætlar að um 600.000 rússneskir hermenn og málaliðar hafi fallið eða særst síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022.

Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War (ISW) telur að 420.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst alvarlega á síðasta ári einu.

Á sama tíma tókst Rússum að leggja 4.168 ferkílómetra af úkraínsku landi undir sig. Það þýðir að sögn ISW að 102 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst fyrir hvern unninn ferkílómetra.

Til samanburðar má nefna að samanlagt flatarmál sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu er 1.007 ferkílómetrar eftir því sem segir á Vísindavefnum.

SZRU segir að föngum í rússneskum fangelsum hafi fækkað um helming miðað við það sem var 2014 og séu nú á bilinu 300.000 til 350.000.

Áður var föngunum heitið greiðslu fyrir að fallast á að fara í stríð en SZRU segir að það sé liðin tíð og sé ástæðan líklega slæmt efnahagsástand í Rússlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Bauð í fíkniefnapartý en svo kom mamma heim

Bauð í fíkniefnapartý en svo kom mamma heim
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Matvís fagnar fullnaðarsigri gegn veitingastaðnum Flame – Starfsmenn í fullum rétti að ganga út vegna vanefnda

Matvís fagnar fullnaðarsigri gegn veitingastaðnum Flame – Starfsmenn í fullum rétti að ganga út vegna vanefnda
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Leiðari Moggans í dag vekur athygli – „Í raun móðgun við Sjálfstæðisflokkinn“

Leiðari Moggans í dag vekur athygli – „Í raun móðgun við Sjálfstæðisflokkinn“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Skora á heilbrigðisráðherra að stofna íslenskt hjúkrunarheimili á Torrevieja – Undirskriftasöfnun hafin

Skora á heilbrigðisráðherra að stofna íslenskt hjúkrunarheimili á Torrevieja – Undirskriftasöfnun hafin
Fréttir
Í gær

Netglæpamenn þykjast vera íslenskur sóknarprestur – Bjóða ókeypis tjaldvagn

Netglæpamenn þykjast vera íslenskur sóknarprestur – Bjóða ókeypis tjaldvagn
Fréttir
Í gær

Íslendingar dásama fyrirheitna landið Spán – Framfærslukostnaður allt að 60% lægri

Íslendingar dásama fyrirheitna landið Spán – Framfærslukostnaður allt að 60% lægri
Fréttir
Í gær

Ökukennari furðar sig á framkvæmd ökuprófa og hjólar í Samgöngustofu

Ökukennari furðar sig á framkvæmd ökuprófa og hjólar í Samgöngustofu
Fréttir
Í gær

Mannréttindadómstóllinn tekur mál Gráa hersins gegn íslenska ríkinu til efnismeðferðar

Mannréttindadómstóllinn tekur mál Gráa hersins gegn íslenska ríkinu til efnismeðferðar