Hann sagði að þar hafi Rússar misst allt að eina herdeild norðurkóreskra fótgönguliða og rússneskra fallhlífahermanna. Hann sagði þetta hafa verið þungt högg fyrir Rússa.
Stærð herdeilda getur verið mismunandi en venjulega eru nokkur hundruð hermenn í hverri.
Að mati vestrænna sérfræðinga hafa um 11.000 norðurkóreskir hermenn verið sendir til aðstoðar rússneskum hermönnum í Kúrsk en Úkraínumenn hafa haft hluta af héraðinu á sínu valdi síðan í ágúst en þá gerðu þeir mjög óvænta árás á héraðið.