fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Fréttir

Zelenskyy segir að mikill fjöldi rússneskra og norðurkóreskra hermanna hafi fallið síðustu daga

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. janúar 2025 04:25

Mynd sem Úkraínumenn birtu af norður-kóreskum hermanni á vígsstöðvunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Voldomyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, sagði um helgina að rússneski herinn hafi orðið fyrir miklu mannfalli dagana á undan í orustu um þorpið Makhnovka í Kúrsk í Rússlandi.

Hann sagði að þar hafi Rússar misst allt að eina herdeild norðurkóreskra fótgönguliða og rússneskra fallhlífahermanna. Hann sagði þetta hafa verið þungt högg fyrir Rússa.

Stærð herdeilda getur verið mismunandi en venjulega eru nokkur hundruð hermenn í hverri.

Að mati vestrænna sérfræðinga hafa um 11.000 norðurkóreskir hermenn verið sendir til aðstoðar rússneskum hermönnum í Kúrsk en Úkraínumenn hafa haft hluta af héraðinu á sínu valdi síðan í ágúst en þá gerðu þeir mjög óvænta árás á héraðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Friðarkerti olli eldsvoða í Mosfellsbæ

Friðarkerti olli eldsvoða í Mosfellsbæ
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Miklar vangaveltur – Mun Trump senda hermenn til Mexíkó?

Miklar vangaveltur – Mun Trump senda hermenn til Mexíkó?