fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Fréttir

Skúli sakar Isavia um sjálfsupphafningu og yfirklór – Skorar á forstjórann að koma úr felum

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 6. janúar 2025 15:30

Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnamaðurinn Skúli Gunnar Sigfússon, gjarnan kenndur við skyndibitakeðjuna Subway, skorar á Isavia að upplýsa um heildarkostnað við auglýsingaherferðina KEF -þar sem sögur fara á flug sem hófst á gamlárskvöld. Sérstaklega skorar hann á forstjóra Isavia að svara sjálfur fyrirspurnum um málið í stað þess að senda undirmenn í sinn stað. Þetta kemur fram í grein Skúla sem birtist hjá Vísi í dag þar sem Skúli segir það nokkuð ljóst að stjórnendur Isavia hafi hér bruðlað með peninga sem þeir eigi ekkert í og séu nú að reyna að réttlæta það með yfirklóri.

Skúli tók Isavia til bæna á föstudaginn þar sem hann gagnrýndi opinbera hlutafélagið fyrir óskiljanlegt bruð. Auglýsing frá félaginu var spiluð á RÚV rétt áður en Áramótaskaupið fór í loftið á gamlárskvöld en um er að ræða eitt dýrasta auglýsingapláss ársins. Ekki nóg með það, heldur hafi verið um eina lengstu auglýsingu að ræða sem Skúli hefur séð í íslensku sjónvarpi. Hann velti fyrir sér hvaða tilgangi þessi auglýsing átti að þjóna.

Jón Clean, deildarstjóri hjá Isavia svaraði fyrir málið og tók fram að auglýsingin hefði ekki verið fjármögnuð með opinberum fjármunum heldur sameiginlegum markaðssjóði sem allir rekstraraðilar á vellinum leggja til. Markaðsráð Keflavíkurflugvallar og fyrirtækin sem að því standa séu stolt af þeirri þróun sem hafi átt sér stað á flugvellinum að undanförnu og þótt mikilvægt að vekja athygli á því sem Keflavíkurflugvöllur hefur upp á að bjóða. Því var ráðist í markaðsátakið KEF – þar sem sögur fara á flug.

Sjá einnig: Skúli í Subway tekur Isavia til bæna

Slappt yfirklór Isavia

Skúli hefur nú skrifað aðra grein þar sem hann gefur lítið fyrir svörin og finnst hálf klént að Isavia láti deildarstjóra svara fyrir málið fremur en forstjórann, Sveinbjörn Indriðason.

„Eins og fram kom í grein minni fyrir nýliðna helgi er um að ræða dýrasta auglýsingatíma sem til er á Íslandi, en birting þessarar einu auglýsingar kostaði ríflega þrjár milljónir króna. Auglýsingin hefur verið sýnd á ljósvakamiðlunum nokkrum sinnum eftir það og nú síðast í gærkvöld í fullri lengd. Því er ljóst að kostnaður við birtingar auglýsingarinnar er margfalt hærri en ég taldi áður. Þá er ótalinn kostnaðurinn við framleiðslu hennar.“

Athafnamaðurinn segir að svör Jóns Clean séu ekkert annað en yfirklór. Það þekkist að rekstraraðilar í verslunarmiðstöðum greiði í markaðssjóð en það sé ekki hægt að halda því fram að Keflavíkurflugvöllur sé rekinn með sama hætti, önnur sjónarmið gildi um verslunarmiðstöðvar þar sem viðskiptavinir hafa valkosti.

„Það er því eðlilegt að verslunarmiðstöðvar keppist um að laða að sér viðskiptavini og verji fjármagni í auglýsingaherferðir. Keflavíkurflugvöllur er nær eina leiðin til að ferðast til og frá landinu, auk þess sem farþegar eru leiddir í gegnum verslunar- og veitingasvæði hvort sem þeim líkar betur eða verr. Það segir sig sjálft að ríkisapparat sem rekur slíkt frísvæði á ekki að eyða tugum milljóna króna af almannafé í ímyndarauglýsingar til að upphefja sjálft sig.“

Krefur forstjórann um svör

Skúli segist hafa rætt um helgina við nokkra leyfishafa veitingastaða á flugvöllum beggja megin Atlantshafsins. Þar kannist enginn við að greiða sérstakt markaðsgjald til flugvalla og hvað þá að flugvellir séu að auglýsa sig sérstaklega.

„Maður myndi til að mynda ekki sjá flugvöll auglýsa sjálfan sig fyrir Ofurskálina (e. Superbowl) í Bandaríkjunum, sem er líklega sambærilegastur þeim auglýsingatíma sem er fyrir áramótaskaup RÚV. Hugsanlega búa flugvellir víða um heim til kynningarefni og birta á heimasíðum sínum eða á samfélagsmiðlum, en engin dæmi veit ég þess að flugvellir fari í rándýra og risastóra auglýsingaherferð og birti allt að tveggja mínútna auglýsingu í dýrustu auglýsingatímum sjónvarpsstöðva í sínum löndum.“

Hann segir að enn þurfi að svara fyrir málið og hvetur Isavia að upplýsa um heildarkostnað við herferðina, bæði heildarframleiðslukostnað og birtingarkostnað. Varla þurfi Isavia að fela slíkar upplýsingar. Eins óskar Skúli svara um hvaða tilgangi herferðin eigi að þjóna. Hann hvetur forstjórann, Sveinbjörn Indriðan, til að svara fyrir málið fremur en að senda undirmenn í sinn stað. Ef ekki þá hljóti Kristján Þór Júlíusson, stjórnarformaður Isavia, að svara fyrir málið enda hljóti herferðin, sem Skúli áætlar að hafi kostað tugmilljónir, að hafa fengið samþykki stjórnar.

„Það er nokkuð augljóst að stjórnendur Isavia hafa í þessu tilviki varið fjármagni sem þeir eiga ekki sjálfir til að bæta eigin ímynd og reyna að telja okkur trú um að allt sé í himnalagi á flugvellinum, sem er auðvitað alls ekki staðan og blasir við ferðalöngum ár eftir ár. Betur færi á því að skipuleggja betur uppbyggingu á flugvellinum og sinna viðeigandi viðhaldi þannig að upplifun þeirra sem um völlinn fara verði betri.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

HM í handbolta er framundan – Þetta eru leikdagarnir hjá strákunum okkar

HM í handbolta er framundan – Þetta eru leikdagarnir hjá strákunum okkar
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Leiðari Moggans í dag vekur athygli – „Í raun móðgun við Sjálfstæðisflokkinn“

Leiðari Moggans í dag vekur athygli – „Í raun móðgun við Sjálfstæðisflokkinn“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Miklar vangaveltur – Mun Trump senda hermenn til Mexíkó?

Miklar vangaveltur – Mun Trump senda hermenn til Mexíkó?
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Leyniskjöl varpa ljósi á skelfilega áætlun Pútíns

Leyniskjöl varpa ljósi á skelfilega áætlun Pútíns
Fréttir
Í gær

Kastaði glasi í andlit manns á English Pub – Það reyndist honum dýrkeypt

Kastaði glasi í andlit manns á English Pub – Það reyndist honum dýrkeypt
Fréttir
Í gær

Sparnaðartillögurnar halda áfram að streyma inn – Vilja leggja niður íslenskuna og Seyðisfjörð

Sparnaðartillögurnar halda áfram að streyma inn – Vilja leggja niður íslenskuna og Seyðisfjörð